Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 19:11 Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður hjá Sævari Þór og partners. Vísir/Sigurjón Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. Mál kvennanna hafa komið inn á borð lögmannsstofunnar Sævars Þórs og partners frá því í september í fyrra; sum eru nokkurra ára gömul en önnur nýrri, þau nýjustu síðan í fyrra. Þá eru málin misalvarleg en eitt þeirra varðar, að sögn lögmanns, konu sem eftir mánaðabið komst loks í skimun sem sýndi ekkert óeðlilegt. Konan hafi verið ósátt þar sem hnúður í brjósti hafi farið stækkandi - en henni hafi þá ítrekað verið synjað um sérskoðun þar sem hún væri ekki nógu gömul. Að endingu hafi hún komist í skoðun að kröfu heimilislæknis. „En núna var að koma í ljós að hún er með brjóstakrabbamein og fjögur mein í öðru brjósti og stærsta er sjö sentímetrar að stærð og komið í eitla. Hún er á næstu dögum á leið í brjóstnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður. Drep eftir leka í sílíkonpúða Önnur kona hafi leitað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstakrabbameinseinkenna í fyrra en verið vísað frá vegna Covid-lokana. „Það dróst á langinn að hún fékk að komast að til læknis og fékk þá viðeigandi uppvinnslu og þá kemur í ljós að hún er komin með brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér.“ Þriðja konan hafi farið í sérskoðun vegna gruns um brjóstakrabbamein. Framkvæmd hafi verið ástunga á brjósti en síðar komið sýking - sem valdið hafi miklum skaða. „Þá kom í ljós að læknirinn hafði stungið á sílikonpúðann sem hafði þá vætanlega farið að leka og myndað þetta drep í brjóstinu,“ segir Hilma. Konur sem leiti til þeirra á stofunni finni fyrir óöryggi. „Það er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en bara það að konur treysta ekki kerfinu,“ segir Hilma. Kröfurnar eru ýmist gagnvart leitarstöð eða Landspítala en spítalinn kvaðst í dag ekki geta veitt viðbrögð vegna einstakra mála. Þá hefur fréttastofa sent embætti landlæknis fyrirspurn vegna málsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Mál kvennanna hafa komið inn á borð lögmannsstofunnar Sævars Þórs og partners frá því í september í fyrra; sum eru nokkurra ára gömul en önnur nýrri, þau nýjustu síðan í fyrra. Þá eru málin misalvarleg en eitt þeirra varðar, að sögn lögmanns, konu sem eftir mánaðabið komst loks í skimun sem sýndi ekkert óeðlilegt. Konan hafi verið ósátt þar sem hnúður í brjósti hafi farið stækkandi - en henni hafi þá ítrekað verið synjað um sérskoðun þar sem hún væri ekki nógu gömul. Að endingu hafi hún komist í skoðun að kröfu heimilislæknis. „En núna var að koma í ljós að hún er með brjóstakrabbamein og fjögur mein í öðru brjósti og stærsta er sjö sentímetrar að stærð og komið í eitla. Hún er á næstu dögum á leið í brjóstnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður. Drep eftir leka í sílíkonpúða Önnur kona hafi leitað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstakrabbameinseinkenna í fyrra en verið vísað frá vegna Covid-lokana. „Það dróst á langinn að hún fékk að komast að til læknis og fékk þá viðeigandi uppvinnslu og þá kemur í ljós að hún er komin með brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér.“ Þriðja konan hafi farið í sérskoðun vegna gruns um brjóstakrabbamein. Framkvæmd hafi verið ástunga á brjósti en síðar komið sýking - sem valdið hafi miklum skaða. „Þá kom í ljós að læknirinn hafði stungið á sílikonpúðann sem hafði þá vætanlega farið að leka og myndað þetta drep í brjóstinu,“ segir Hilma. Konur sem leiti til þeirra á stofunni finni fyrir óöryggi. „Það er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en bara það að konur treysta ekki kerfinu,“ segir Hilma. Kröfurnar eru ýmist gagnvart leitarstöð eða Landspítala en spítalinn kvaðst í dag ekki geta veitt viðbrögð vegna einstakra mála. Þá hefur fréttastofa sent embætti landlæknis fyrirspurn vegna málsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira