Kvenfyrirlitningin liggur víða í laumi Erna Bjarnadóttir skrifar 21. júlí 2021 11:00 Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar. Einvörðungu átti að senda út upplýsingar um eðlilegar niðurstöður. Þegar þetta er skrifað er ekki komin frétt um málið á heimasíðu Heilsugæslunnar þó ljóst megi vera að menn þar á bæ séu meðvitaðir um þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Hvað varð um þessa þarfagreiningu sem forstjóri HH upplýsti að væri að hefjast í byrjun júní (nei það átti ekki að vera komma hérna). Fjöldi kvenna er skilinn eftir í óvissu og nánast uppnámi. Enginn talar við þær. Þær sem hafa átt samskipti við LSH vegna frekari rannsókna segja líka að þar sé engin forgangsröðun, allt meira og minna lokað vegna sumarleyfa og engar nýjar bókanir fyrr en í ágúst. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ er nánast orðinn jafningafræðsla og sjálfshjálparhópur þeirra sem hafa rekist hér á risastóran vegg. Vegg sem ekki fara yfir faglegar upplýsingar til notenda þjónustunnar, vegg sem ábyrgðaraðilar fela sig á bak við, vegg sem virðist líka vera hljóðeinangraður og skellt er skollaeyrum við ákalli kvenna og aðstandenda þeirra um að þjónustan verði færð til nútíma horfs. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, hvenær er nóg, nóg? Það ber fólk ábyrgð á þessu allsherjar klúðri. Sjúkdómar fara ekki í sumarleyfi, kvíði og áhyggjur ekki heldur. Þetta ástand kemur niður á hundruðum ef ekki þúsundum fjölskyldna. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ hefur haldið sig við að vera málefnalegur og benda á alvarlega stöðu, öryggi, gæði og mannvirðing eru okkar einkunnarorð. En stjórnvöld geta ekki einu sinni farið eftir þeirri gullnu reglu að „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Krafan er skýr, komið þessum málum í lag og sýnið notendum þjónustunnar lágmarks virðingu. Höfundur er stofnandi Facebookhópsins „Aðför að heilsu kvenna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar. Einvörðungu átti að senda út upplýsingar um eðlilegar niðurstöður. Þegar þetta er skrifað er ekki komin frétt um málið á heimasíðu Heilsugæslunnar þó ljóst megi vera að menn þar á bæ séu meðvitaðir um þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Hvað varð um þessa þarfagreiningu sem forstjóri HH upplýsti að væri að hefjast í byrjun júní (nei það átti ekki að vera komma hérna). Fjöldi kvenna er skilinn eftir í óvissu og nánast uppnámi. Enginn talar við þær. Þær sem hafa átt samskipti við LSH vegna frekari rannsókna segja líka að þar sé engin forgangsröðun, allt meira og minna lokað vegna sumarleyfa og engar nýjar bókanir fyrr en í ágúst. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ er nánast orðinn jafningafræðsla og sjálfshjálparhópur þeirra sem hafa rekist hér á risastóran vegg. Vegg sem ekki fara yfir faglegar upplýsingar til notenda þjónustunnar, vegg sem ábyrgðaraðilar fela sig á bak við, vegg sem virðist líka vera hljóðeinangraður og skellt er skollaeyrum við ákalli kvenna og aðstandenda þeirra um að þjónustan verði færð til nútíma horfs. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, hvenær er nóg, nóg? Það ber fólk ábyrgð á þessu allsherjar klúðri. Sjúkdómar fara ekki í sumarleyfi, kvíði og áhyggjur ekki heldur. Þetta ástand kemur niður á hundruðum ef ekki þúsundum fjölskyldna. Hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ hefur haldið sig við að vera málefnalegur og benda á alvarlega stöðu, öryggi, gæði og mannvirðing eru okkar einkunnarorð. En stjórnvöld geta ekki einu sinni farið eftir þeirri gullnu reglu að „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Krafan er skýr, komið þessum málum í lag og sýnið notendum þjónustunnar lágmarks virðingu. Höfundur er stofnandi Facebookhópsins „Aðför að heilsu kvenna“.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun