Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 21:00 Guðný S. Bjarnadóttir lenti sjálf í því fyrir nokkrum árum að máli hennar var flett upp í LÖKE hjá þremur lögregluembættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. Vísir/Bjarni Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins. „Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Óþægileg tilfinning Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. „Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“ Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp. „Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný. Verði að hefta aðgengið Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann. „Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“ Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins. „Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Óþægileg tilfinning Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. „Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“ Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp. „Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný. Verði að hefta aðgengið Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann. „Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45
„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01