Innlent

Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur em­bættum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðný S. Bjarnadóttir lenti sjálf í því fyrir nokkrum árum að máli hennar var flett upp í LÖKE hjá þremur lögregluembættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar.
Guðný S. Bjarnadóttir lenti sjálf í því fyrir nokkrum árum að máli hennar var flett upp í LÖKE hjá þremur lögregluembættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. Vísir/Bjarni

Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu

Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins.

„Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. 

Óþægileg tilfinning

Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar.

„Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“

Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp.

„Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný.

Verði að hefta aðgengið

Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann.

„Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“


Tengdar fréttir

„Hann tók á­kvörðun og hann braut á mér“

Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×