Höfuðið hefur misst vitið Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 8. júlí 2021 11:30 Við viljum geta treyst heilbrigðiskerfinu okkar. Við viljum geta treyst því að ef við sjálf eða einhver okkur nákominn veikist, þá fái þau þá bestu umönnun og meðferð sem möguleg er, án tillits til efnahags eða fjölskylduaðstæðna. Við erum þjóð sem setur manngildið ofar öllu. Við erum þjóð sem metur hverja einustu manneskju, hvern einasta einstakling jafnt, óháð stétt og stöðu og við viljum hugsa vel um fólkið okkar. Ég trúi því að allt sem ég hef sagt hér að ofan sé satt og rétt um hvern einasta Íslending. Ég er tilbúin til að alhæfa þetta um okkur sem þjóð. Við hugsum svona. Þetta eru okkar gildi. En fyrst svo er, þá er augljóst að við höfum einhvers staðar misstigið okkur illilega því staðan er alls ekki eins og við erum sammála um að hún eigi að vera. Það virðist vera sama hvar drepið er niður í heilbrigðisþjónustunni, þar er allt í kalda koli. Nýlega barst neyðarkall frá 1000 læknum sem tala um að „hamfaraástand“ ríki upp á hvern einasta dag á bráðamóttökunni, að þau og öðru starfsfólki kvíði fyrir að mæta í vinnuna því þau geti ekki sinnt sjúklingum sem skyldi. Víða á landsbyggðinni er enga læknisþjónustu að fá. Þó staðan á höfuðborgarsvæðinu sé slæm, þá geta íbúar þar þó leitað inn á bráðamóttöku þegar í harðbakkann slær. Sá kostur er ekki einu sinni til staðar á sumum stöðum á landsbyggðinni. Þar er hreinlega enga þjónustu að fá. Fátækrahæli nútímans Síðan má ræða umönnun og þjónustu við aldraða. Hvers á fólkið sem byggði landið okkar að gjalda? Hvar er virðingin sem við berum fyrir þeim sem komin eru á efri ár, þegar við förum með þau sem veikust eru eins og skynlausar skepnur? Þegar ég var unglingur las ég bækur sem gerðust á 19. öld í Svíþjóð, þar sem fólk óttaðist ekkert meira en að lenda á „fátækrahælinu“, en þangað voru þeir öldruðu og „gagnslausu“ sendir til að bíða dauða síns. Þar lá fólk án þess að um það væri almennilega hirt, skítugt og illa lyktandi, svipt mannlegri reisn. Það hafa borist sögur af slíku á Íslandi. Nógu margar til þess að full ástæða er til að staldra við og spyrja okkur á hvaða leið við séum? Bara það að komast ekki í bað nema einu sinni í viku er að vera sviptur mannlegri reisn. Þau okkar sem fara í sturtu á hverjum degi eða nokkrum sinnum í viku, megum alveg reyna að ímynda okkur hvernig það er. Foreldrar okkar, afar og ömmur, og við sjálf, hvar sem við erum stödd í lífsferlinu, eigum rétt á að fá að lifa með reisn auk þess að njóta þeirrar læknishjálpar sem við þörfnumst á hverjum tíma. Að öllu þessu sögðu er ég ekki einu sinni búin að nefna einu orði biðlista eftir liðskiptaaðgerðum, bið sem kostar þjáningar sem svo auðveldlega má koma í veg fyrir. Enn fleira mætti nefna þó það verði ekki gert að þessu sinni. Aðför að heilsu kvenna Nýlega bætti heilbrigðisráðherra svo enn einni „rósinni“ í hnappagatið, þegar hún lagði niður á einu bretti allar leghálsskimanir og brjóstaskoðanir, án þess að gera neinar ráðstafanir til að allar þær konur sem þurfa á þessari þjónustu að halda, sem eru allar konur á landinu, gætu leitað eitthvert annað. Hugmyndin var víst að bæta þessu á Heilsugæslurnar sem hafa svo mikin tíma aflögu að þar þarf ekki að bíða „nema“ kannski mánuð eftir tíma hjá heimilislækni. Nú þegar bíða hundruðir kvenna sem greinst hafa með e.k. frumubreytingar milli vonar og ótta eftir niðurstöðunni, er þetta krabbamein eða ekki. Niðurstöðunni sem kemur seint og jafnvel aldrei því það er mögulegt að sýninu hafi verið hent. Þá erum við ekki farin að tala um allar þær konur sem einfaldlega fara ekki í skimun því þær vita ekkert hvert þær eiga að snúa sér. Þær skipta væntanlega þúsundum. Hvað skyldu margar þeirra þegar öll kurl koma til grafar, gjalda með heilsu sinni og lífi fyrir hrókeringar kerfiskalla og kvenna sem líta á þær sem peð í valdatafli sínu? En konur hafa risið upp! Þær láta ekki bjóða sér þessa meðferð! Árangur samstöðunna er að skila sér því sýnin eiga að koma heim um næstu áramót. Það er mikill sigur en engu að síður er ljóst að heilt ár er farið í súginn. Konurnar sem beðið hafa milli vonar og ótta í meira en 6 mánuði, þurfa að bíða í 6 mánuði í viðbót á meðan undið er ofan af vitleysu sem aldrei átti að eiga sér stað. Það er ljóst að snemmbær greining skiptir öllu og getur haft gríðarleg áhrif á þróun krabbameins og þar geta vikur, hvað þá mánuðir, skilið á milli lífs og dauða. Heilt ár er ónýtt. Það er ljóst að heilbrigðisráðherra ber fulla ábyrgð á því en engu að síður vaknar spurning um hvort hún muni kannast við ábyrgð sína þega afleiðingarnar koma í ljós? Það eru því miður afar fá dæmi um að þeir sem valda og völdin hafa á Íslandi gangist við afleiðingum gerða sinna og ábyrgð. Við verðum bara að vona og treysta að afleiðingar þessa klúðurs verði ekki alvarlegar. Gildi þjóðar eða gildi sérhagsmuna? Ljósið í myrkrinu er að þessi aðför að heilsu kvenna hefur þjappað saman einstaklingum um allt land, úr öllum stéttum og stöðum, til að standa upp og mótmæla og um leið hafa þeir varpað ljósi á meingallað heilbrigðiskerfi sem hefur misst sjónar á hlutverki sínu og köllun. Starfsfólk kerfisins hleypur eins hratt og það getur. Það hefur ekki gleymt sínu hlutverki og gerir sitt besta til að líkna, lækna, hugga, styðja og umvefja sjúklinga, í vonlausum aðstæðum. En eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið hefur algjörlega misst vitið með skelfilegum afleiðingum. Ef gjörðir okkar eru vitnisburður um gildi okkar, hvaða gildi endurspeglar þá staða heilbrigðismála? Eitt er víst að hún endurspeglar ekki gildi þjóðarinnar, hún endurspeglar hins vegar gildi sérhagsmuna sem hafa ráðið ferðinni allt of lengi. Við getum gert svo miklu miklu betur – fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við viljum geta treyst heilbrigðiskerfinu okkar. Við viljum geta treyst því að ef við sjálf eða einhver okkur nákominn veikist, þá fái þau þá bestu umönnun og meðferð sem möguleg er, án tillits til efnahags eða fjölskylduaðstæðna. Við erum þjóð sem setur manngildið ofar öllu. Við erum þjóð sem metur hverja einustu manneskju, hvern einasta einstakling jafnt, óháð stétt og stöðu og við viljum hugsa vel um fólkið okkar. Ég trúi því að allt sem ég hef sagt hér að ofan sé satt og rétt um hvern einasta Íslending. Ég er tilbúin til að alhæfa þetta um okkur sem þjóð. Við hugsum svona. Þetta eru okkar gildi. En fyrst svo er, þá er augljóst að við höfum einhvers staðar misstigið okkur illilega því staðan er alls ekki eins og við erum sammála um að hún eigi að vera. Það virðist vera sama hvar drepið er niður í heilbrigðisþjónustunni, þar er allt í kalda koli. Nýlega barst neyðarkall frá 1000 læknum sem tala um að „hamfaraástand“ ríki upp á hvern einasta dag á bráðamóttökunni, að þau og öðru starfsfólki kvíði fyrir að mæta í vinnuna því þau geti ekki sinnt sjúklingum sem skyldi. Víða á landsbyggðinni er enga læknisþjónustu að fá. Þó staðan á höfuðborgarsvæðinu sé slæm, þá geta íbúar þar þó leitað inn á bráðamóttöku þegar í harðbakkann slær. Sá kostur er ekki einu sinni til staðar á sumum stöðum á landsbyggðinni. Þar er hreinlega enga þjónustu að fá. Fátækrahæli nútímans Síðan má ræða umönnun og þjónustu við aldraða. Hvers á fólkið sem byggði landið okkar að gjalda? Hvar er virðingin sem við berum fyrir þeim sem komin eru á efri ár, þegar við förum með þau sem veikust eru eins og skynlausar skepnur? Þegar ég var unglingur las ég bækur sem gerðust á 19. öld í Svíþjóð, þar sem fólk óttaðist ekkert meira en að lenda á „fátækrahælinu“, en þangað voru þeir öldruðu og „gagnslausu“ sendir til að bíða dauða síns. Þar lá fólk án þess að um það væri almennilega hirt, skítugt og illa lyktandi, svipt mannlegri reisn. Það hafa borist sögur af slíku á Íslandi. Nógu margar til þess að full ástæða er til að staldra við og spyrja okkur á hvaða leið við séum? Bara það að komast ekki í bað nema einu sinni í viku er að vera sviptur mannlegri reisn. Þau okkar sem fara í sturtu á hverjum degi eða nokkrum sinnum í viku, megum alveg reyna að ímynda okkur hvernig það er. Foreldrar okkar, afar og ömmur, og við sjálf, hvar sem við erum stödd í lífsferlinu, eigum rétt á að fá að lifa með reisn auk þess að njóta þeirrar læknishjálpar sem við þörfnumst á hverjum tíma. Að öllu þessu sögðu er ég ekki einu sinni búin að nefna einu orði biðlista eftir liðskiptaaðgerðum, bið sem kostar þjáningar sem svo auðveldlega má koma í veg fyrir. Enn fleira mætti nefna þó það verði ekki gert að þessu sinni. Aðför að heilsu kvenna Nýlega bætti heilbrigðisráðherra svo enn einni „rósinni“ í hnappagatið, þegar hún lagði niður á einu bretti allar leghálsskimanir og brjóstaskoðanir, án þess að gera neinar ráðstafanir til að allar þær konur sem þurfa á þessari þjónustu að halda, sem eru allar konur á landinu, gætu leitað eitthvert annað. Hugmyndin var víst að bæta þessu á Heilsugæslurnar sem hafa svo mikin tíma aflögu að þar þarf ekki að bíða „nema“ kannski mánuð eftir tíma hjá heimilislækni. Nú þegar bíða hundruðir kvenna sem greinst hafa með e.k. frumubreytingar milli vonar og ótta eftir niðurstöðunni, er þetta krabbamein eða ekki. Niðurstöðunni sem kemur seint og jafnvel aldrei því það er mögulegt að sýninu hafi verið hent. Þá erum við ekki farin að tala um allar þær konur sem einfaldlega fara ekki í skimun því þær vita ekkert hvert þær eiga að snúa sér. Þær skipta væntanlega þúsundum. Hvað skyldu margar þeirra þegar öll kurl koma til grafar, gjalda með heilsu sinni og lífi fyrir hrókeringar kerfiskalla og kvenna sem líta á þær sem peð í valdatafli sínu? En konur hafa risið upp! Þær láta ekki bjóða sér þessa meðferð! Árangur samstöðunna er að skila sér því sýnin eiga að koma heim um næstu áramót. Það er mikill sigur en engu að síður er ljóst að heilt ár er farið í súginn. Konurnar sem beðið hafa milli vonar og ótta í meira en 6 mánuði, þurfa að bíða í 6 mánuði í viðbót á meðan undið er ofan af vitleysu sem aldrei átti að eiga sér stað. Það er ljóst að snemmbær greining skiptir öllu og getur haft gríðarleg áhrif á þróun krabbameins og þar geta vikur, hvað þá mánuðir, skilið á milli lífs og dauða. Heilt ár er ónýtt. Það er ljóst að heilbrigðisráðherra ber fulla ábyrgð á því en engu að síður vaknar spurning um hvort hún muni kannast við ábyrgð sína þega afleiðingarnar koma í ljós? Það eru því miður afar fá dæmi um að þeir sem valda og völdin hafa á Íslandi gangist við afleiðingum gerða sinna og ábyrgð. Við verðum bara að vona og treysta að afleiðingar þessa klúðurs verði ekki alvarlegar. Gildi þjóðar eða gildi sérhagsmuna? Ljósið í myrkrinu er að þessi aðför að heilsu kvenna hefur þjappað saman einstaklingum um allt land, úr öllum stéttum og stöðum, til að standa upp og mótmæla og um leið hafa þeir varpað ljósi á meingallað heilbrigðiskerfi sem hefur misst sjónar á hlutverki sínu og köllun. Starfsfólk kerfisins hleypur eins hratt og það getur. Það hefur ekki gleymt sínu hlutverki og gerir sitt besta til að líkna, lækna, hugga, styðja og umvefja sjúklinga, í vonlausum aðstæðum. En eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið hefur algjörlega misst vitið með skelfilegum afleiðingum. Ef gjörðir okkar eru vitnisburður um gildi okkar, hvaða gildi endurspeglar þá staða heilbrigðismála? Eitt er víst að hún endurspeglar ekki gildi þjóðarinnar, hún endurspeglar hins vegar gildi sérhagsmuna sem hafa ráðið ferðinni allt of lengi. Við getum gert svo miklu miklu betur – fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun