
Skoðun: Kosningar 2021

Framtíðarráðuneyti?
Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni.

Klikkaða líf!
Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði.

Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa
Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið.

Erum við ekki búin að fá miklu meira en nóg af þessu?
Árni Múli Jónasson segir að Sósíalistaflokkurinn sé eini flokkurinn sem kjósendur geti fullkomlega treyst að muni aldrei taka að sér aukahlutverk í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Að venju er varist
Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá.

Breiðfylkingarstjórnin
Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg.

Landtenging Hafnarfjarðarhafnar, framarlega í orkuskiptum
Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum.

Tími sósíalismans er kominn
Þetta er ekki fyrirsögn eftir mig. Þetta er titilinn á nýrri bók Thomas Piketty, franska hagfræðingsins sem er skærasta stjarnan í endurskoðunardeiglu hagfræðinnar frá Hruni. Og nú enn frekar frammi fyrir endanlegum dauða nýfrjálshyggjunnar í kórónufaraldrinum.

Píratísk byggðastefna
Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað.

Velkomin heim
Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi.

Einhvers staðar lengst vestur á Vestfjörðum…
Við byggjum lítið þorp hér vestur á fjörðum liðlega 180 manns – Súðavík. Þorpið liggur á mörkum 66°01’ 40”Norður og 22°59’30”Vestur.

Áskorun!
Ég skora á Ásmund Einar Daðason félags og barnamálaráðherra að koma hreint fram og upplýsa kjósendur hvaða ráðuneyti og hvaða flokkur stóðu í vegi fyrir því að mikilvæg mál, er tengdust efndum stjórnvalda við Lífskjarasamninginn, voru kláruð.

Opið bréf til lýðveldisbarna
Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá.

Virkjum samtakamáttinn til að bjarga Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Þegar að við Suðurnesjamenn höfum staðið saman þá höfum við náð fram mörgum góðum málum til eflingar samfélags okkar sem aukið hefur atvinnu, þjónustu við sjúka og menntun unga fólksins.

Byggðastefnan hefur siglt í strand
Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur.

Aukum jöfnuð í samfélaginu
Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu.

Atkvæði fatlaðs fólks eru dýrmæt
Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins.

Vilt þú búa í landi tækifæranna?
Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem yfir 600 manns bíða áratugum saman á biðlista eftir húsnæði - en það er enginn heimskortur á byggingarefni, vinnufólki né peningum ?

Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar
Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við.

Hvers vegna ekki Miðflokk?
Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Sósíalistar ætla í ríkisstjórn
Sósíalistar hafa lagt fram plan um endurreisn íslensks samfélags eftir niðurbrot nýfrjálshyggjuáranna.

Mikilvægar úrbætur í kynferðisbrotamálum, en vinnunni er ekki lokið
Sú samfélagslega umræða sem hefur sprottið upp í kringum íslenska karlalandsliðið og framgöngu KSÍ hefur enn á ný leitt fram hversu langt við sem samfélag eigum í land með að geta tekist á við kynferðisofbeldi.

Þjóðargjafir fyrir útvalda
Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis.

Berjumst gegn fátækt á Íslandi!
Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða.

Börn fatlaðs fólks skilin eftir og ráðherra þorir ekki í Kastljós
Átta af hverjum tíu manneskjum með fötlun eiga erfitt með að ná endum saman og langflest hafa þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands.

Framsókn styður rafíþróttir
Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni.

„Nú meikarðu það, Gústi“
Finnst vel við hæfi að heiti þessarar greinar vísi í dægurlagatexta sem Bjartmar Guðlaugsson samdi fyrir einhverjum árum síðan. Lagið sem fjallar um Gústa sem ætlar að gera það gott.

Ríkisstjórnin fallin – eða hvað?
Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa.

Maurastjórnmál
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda.

„Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“
Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum.