Mikilvægar úrbætur í kynferðisbrotamálum, en vinnunni er ekki lokið Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. september 2021 14:01 Sú samfélagslega umræða sem hefur sprottið upp í kringum íslenska karlalandsliðið og framgöngu KSÍ hefur enn á ný leitt fram hversu langt við sem samfélag eigum í land með að geta tekist á við kynferðisofbeldi. Í sögulegu ljósi hefur réttlætinu alltof sjaldan verið til að dreifa gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis. Réttarkerfið okkar var sannanlega ekki byggt upp í kringum verndarhagsmuni þolenda slíkra brota. Á öldum áður þótti til dæmis ekkert tiltökumál í nafni laganna að nauðga konum sem höfðu á sér „óorð“ – sem var skilgreint eftir tíðarandanum – og nauðgun í hjónabandi var ekki refsiverð fyrr en undir lok síðustu aldar. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar, bæði í samfélagslegu tilliti og lagalegu, þá er staðreyndin enn sú að réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot af því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í íslensku samfélagi. Úrbætur síðustu ára og áratuga hafa engu að síður verði mikilvægar. Þær hafa meðal annars lotið að því að styrkja kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og fjarlægja úr lögum fordóma gagnvart þolendum kynferðisbrota. En réttlætið liggur ekki eingöngu í hegningarlagabókstafnum heldur einnig í meðferð mála. Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð var síðast í ríkisstjórn var ráðist í gagngera skoðun á meðferð kynferðisbrota og úrbótavinnan hefur haldið áfram nokkuð samfleytt síðan þá. Fjölmörg verkefni á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili var unnið eftir vel útfærðri aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota þar sem stytting málsmeðferðartíma var ofarlega á blaði, en einnig bættir verkferlar og fræðsla. Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis var efld með 20 milljóna króna fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu árið 2018, með sérstakri áherslu á að auka aðstoð og þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Á kjörtímabilinu var einnig unnin fyrsta aðgerðaáætlunin í forvarnamálum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og er framkvæmd hennar að hefjast. Þá hófst á þessu kjörtímabili, og að frumkvæði forsætisráðherra, ítarleg vinna við endurskoðun á réttarstöðu brotaþola. Hildur Fjóla Antonsdóttir réttarfélagsfræðingur vann greinargóða skýrslu og á grunni hennar voru samþykktar tillögur sem rötuðu að hluta til í frumvarp dómsmálaráðherra um réttarstöðu brotaþola. Frumvarpið náði þó ekki fram að ganga en eftir kosningar þarf að ráðast í umbætur á því frumvarpi og ná fram pólitískri samstöðu til að feta veginn áfram í átt að réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Sumar þessara tillagna hafa tæknilegt yfirbragð en í grunninn lúta þær að því að brotaþolar séu lögformlegir þátttakendur í sínum eigin málum, að þeir séu ekki bara vitni í máli ákæruvalds gegn sakborningi. Það er ekki eingöngu niðurstaða máls sem öllu skiptir, heldur einnig málsmeðferðin. Jafnframt getur það aukið líkur á að mál upplýsist ef brotaþolar hafa aðkomu að málsmeðferðinni, enda veltur málsmeðferð mikið á framburði brotaþola og mikilvægt að hann sé eins nákvæmur og mögulegt er. Líkt og Hildur Fjóla Antonsdóttir hefur bent á í skrifum sínum líta brotaþolar réttlæti mismunandi augum en eiga það þó sammerkt að tengja við það þætti á borð við virðingu og viðurkenningu og að eiga sína eigin rödd sem á er hlustað. Almennt vilja brotaþolar að gerandi axli ábyrgð og horfist í augu við gjörðir sínar en ekki allir telja endilega að fangelsisvist stuðli að því. Síðast en ekki síst er brotaþolum mikilvægt að komið sé í veg fyrir að aðrir þurfi að ganga í gegnum sömu upplifun. Næstu skref í þágu brotaþola Með starfi forsætisráðuneytisins og ráðgjöf Hildar Fjólu Antonsdóttur er kominn góður grunnur að næstu skrefum í átt að bættu réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Breyta þarf sakamálalögum en einnig að fullvinna tillögur sem geta veitt þolendum bætt aðgengi að skaða- og miskabótum. Samfélagið er óvant því að kynferðisbrotamenn þurfi að sæta ábyrgð eða að ofbeldið breyti einhverju í þeirra lífi. Við erum vanari því að þolendur þurfi að skipta um störf, flytja búferlum og almennt að sætta sig við ýmsa lykkjur í lífinu til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Með samfélagsbylgjum síðustu ára hafa þolendur í auknum mæli reynt að hafna þessu hlutverki og gera kröfu á samfélagið um að sýna stuðning við þolendur í verki. Það er hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum að halda áfram að þróa kerfin okkar þannig að þau nái utan um viðfangsefni samtímans. Það á líka við um réttarkerfið. Okkar hlutverk er jafnframt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að þroska og þróa áfram samfélagslegt viðbragð við kynferðisofbeldi og forvarnir gegn því, því það er eina leiðin til að uppræta það. Við eigum langt í land, en við höldum áfram. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Kynferðisofbeldi Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sú samfélagslega umræða sem hefur sprottið upp í kringum íslenska karlalandsliðið og framgöngu KSÍ hefur enn á ný leitt fram hversu langt við sem samfélag eigum í land með að geta tekist á við kynferðisofbeldi. Í sögulegu ljósi hefur réttlætinu alltof sjaldan verið til að dreifa gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis. Réttarkerfið okkar var sannanlega ekki byggt upp í kringum verndarhagsmuni þolenda slíkra brota. Á öldum áður þótti til dæmis ekkert tiltökumál í nafni laganna að nauðga konum sem höfðu á sér „óorð“ – sem var skilgreint eftir tíðarandanum – og nauðgun í hjónabandi var ekki refsiverð fyrr en undir lok síðustu aldar. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar, bæði í samfélagslegu tilliti og lagalegu, þá er staðreyndin enn sú að réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot af því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í íslensku samfélagi. Úrbætur síðustu ára og áratuga hafa engu að síður verði mikilvægar. Þær hafa meðal annars lotið að því að styrkja kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og fjarlægja úr lögum fordóma gagnvart þolendum kynferðisbrota. En réttlætið liggur ekki eingöngu í hegningarlagabókstafnum heldur einnig í meðferð mála. Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð var síðast í ríkisstjórn var ráðist í gagngera skoðun á meðferð kynferðisbrota og úrbótavinnan hefur haldið áfram nokkuð samfleytt síðan þá. Fjölmörg verkefni á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili var unnið eftir vel útfærðri aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota þar sem stytting málsmeðferðartíma var ofarlega á blaði, en einnig bættir verkferlar og fræðsla. Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis var efld með 20 milljóna króna fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu árið 2018, með sérstakri áherslu á að auka aðstoð og þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Á kjörtímabilinu var einnig unnin fyrsta aðgerðaáætlunin í forvarnamálum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og er framkvæmd hennar að hefjast. Þá hófst á þessu kjörtímabili, og að frumkvæði forsætisráðherra, ítarleg vinna við endurskoðun á réttarstöðu brotaþola. Hildur Fjóla Antonsdóttir réttarfélagsfræðingur vann greinargóða skýrslu og á grunni hennar voru samþykktar tillögur sem rötuðu að hluta til í frumvarp dómsmálaráðherra um réttarstöðu brotaþola. Frumvarpið náði þó ekki fram að ganga en eftir kosningar þarf að ráðast í umbætur á því frumvarpi og ná fram pólitískri samstöðu til að feta veginn áfram í átt að réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Sumar þessara tillagna hafa tæknilegt yfirbragð en í grunninn lúta þær að því að brotaþolar séu lögformlegir þátttakendur í sínum eigin málum, að þeir séu ekki bara vitni í máli ákæruvalds gegn sakborningi. Það er ekki eingöngu niðurstaða máls sem öllu skiptir, heldur einnig málsmeðferðin. Jafnframt getur það aukið líkur á að mál upplýsist ef brotaþolar hafa aðkomu að málsmeðferðinni, enda veltur málsmeðferð mikið á framburði brotaþola og mikilvægt að hann sé eins nákvæmur og mögulegt er. Líkt og Hildur Fjóla Antonsdóttir hefur bent á í skrifum sínum líta brotaþolar réttlæti mismunandi augum en eiga það þó sammerkt að tengja við það þætti á borð við virðingu og viðurkenningu og að eiga sína eigin rödd sem á er hlustað. Almennt vilja brotaþolar að gerandi axli ábyrgð og horfist í augu við gjörðir sínar en ekki allir telja endilega að fangelsisvist stuðli að því. Síðast en ekki síst er brotaþolum mikilvægt að komið sé í veg fyrir að aðrir þurfi að ganga í gegnum sömu upplifun. Næstu skref í þágu brotaþola Með starfi forsætisráðuneytisins og ráðgjöf Hildar Fjólu Antonsdóttur er kominn góður grunnur að næstu skrefum í átt að bættu réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Breyta þarf sakamálalögum en einnig að fullvinna tillögur sem geta veitt þolendum bætt aðgengi að skaða- og miskabótum. Samfélagið er óvant því að kynferðisbrotamenn þurfi að sæta ábyrgð eða að ofbeldið breyti einhverju í þeirra lífi. Við erum vanari því að þolendur þurfi að skipta um störf, flytja búferlum og almennt að sætta sig við ýmsa lykkjur í lífinu til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Með samfélagsbylgjum síðustu ára hafa þolendur í auknum mæli reynt að hafna þessu hlutverki og gera kröfu á samfélagið um að sýna stuðning við þolendur í verki. Það er hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum að halda áfram að þróa kerfin okkar þannig að þau nái utan um viðfangsefni samtímans. Það á líka við um réttarkerfið. Okkar hlutverk er jafnframt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að þroska og þróa áfram samfélagslegt viðbragð við kynferðisofbeldi og forvarnir gegn því, því það er eina leiðin til að uppræta það. Við eigum langt í land, en við höldum áfram. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar