Atkvæði fatlaðs fólks eru dýrmæt Anna Lára Steindal og Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifa 16. september 2021 07:30 Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins. Allir, sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt. Það er mjög mikilvægt að nýta kosningaréttinn því hann er okkar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í - þau réttindi og tækifæri sem við og aðrir njóta. Daginn sem kosið er sitjum við öll við sama borð; ungir og gamlir, konur, karlar og hinsegin fólk, fatlað fólk og ófatlað. Með atkvæði þínu ertu að taka þátt í að móta framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér líst best á og telur að hafi hugmyndir að góðu samfélagi. Mætir svo á kjörstað og greiðir honum atkvæði þitt. Hvernig veit ég hvað ég ætti að kjósa? Þeir flokkar sem bjóða fram eru flestir með heimasíður og/ eða gefa út bæklinga þar sem hugmyndir þeirra og áherslur eru kynntar. Oft eru líka umræður í sjónvarpi og útvarpi þar sem fjallað er um kosningar og hvað hver flokkur telur mikilvægt að gera. Þá er líka hægt að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og spjalla við talsmenn þeirra og spyrja spurninga. Kosningaréttur fatlaðs fólks er mjög dýrmætur. Við vitum að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum á kjörstað, til dæmis hvað varðar aðgengi að kjörstað og að kosningaefni við hæfi og ófullnægjandi aðstoð í kjörklefanum. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fatlað fólk er ólíklegra til að kjósa en þeir sem ekki eru fatlaðir. Það er því miður líklegt til að hafa áhrif á hversu mikil áhersla er lögð á málefni fatlaðs fólks eftir kosningar og líka hvort stjórnmálamenn öðlist mikilvægan skilning og innsýn í líf og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Þess vegna hvetja Landssamtökin Þroskahjálp allt fatlað fólk sem hefur kosningarétt mjög eindregið til þess að mæta á kjörstað og nýta atkvæði sitt til þess að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri hjá ÞroskahjálpSunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins. Allir, sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt. Það er mjög mikilvægt að nýta kosningaréttinn því hann er okkar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í - þau réttindi og tækifæri sem við og aðrir njóta. Daginn sem kosið er sitjum við öll við sama borð; ungir og gamlir, konur, karlar og hinsegin fólk, fatlað fólk og ófatlað. Með atkvæði þínu ertu að taka þátt í að móta framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér líst best á og telur að hafi hugmyndir að góðu samfélagi. Mætir svo á kjörstað og greiðir honum atkvæði þitt. Hvernig veit ég hvað ég ætti að kjósa? Þeir flokkar sem bjóða fram eru flestir með heimasíður og/ eða gefa út bæklinga þar sem hugmyndir þeirra og áherslur eru kynntar. Oft eru líka umræður í sjónvarpi og útvarpi þar sem fjallað er um kosningar og hvað hver flokkur telur mikilvægt að gera. Þá er líka hægt að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og spjalla við talsmenn þeirra og spyrja spurninga. Kosningaréttur fatlaðs fólks er mjög dýrmætur. Við vitum að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum á kjörstað, til dæmis hvað varðar aðgengi að kjörstað og að kosningaefni við hæfi og ófullnægjandi aðstoð í kjörklefanum. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fatlað fólk er ólíklegra til að kjósa en þeir sem ekki eru fatlaðir. Það er því miður líklegt til að hafa áhrif á hversu mikil áhersla er lögð á málefni fatlaðs fólks eftir kosningar og líka hvort stjórnmálamenn öðlist mikilvægan skilning og innsýn í líf og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Þess vegna hvetja Landssamtökin Þroskahjálp allt fatlað fólk sem hefur kosningarétt mjög eindregið til þess að mæta á kjörstað og nýta atkvæði sitt til þess að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri hjá ÞroskahjálpSunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun