Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson skrifar 15. september 2021 13:01 - Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
- Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar