Framtíðarráðuneyti? Kristján Örn Kjartansson skrifar 17. september 2021 07:31 Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Verkefnin eru mjög fjölbreytt því það þarf að hanna nýjar samgöngur og horfa til orkuskipta, efla lýðheilsu og heilbrigði með snjallri hönnuðn og notendavænum lausnum, þróa og hanna umhverfisvæn efni í byggingariðnaði, hanna og skapa öfluga innviði sem þjóna notendum. Það þarf að endurhanna þjónustu og setja mannfólk í öndvegi í tækniþróun, efla umhverfisvæna vöru- og fatahönnun og vinna að eflingu og lausna sem styðja hringrásarhagkerfið. Öll þessi verkefni munu, og eru þegar, að skapa fullt af nýjum og áhugaverðum störfum í stað þeirra sem hverfa með tækniþróun og úreldingu gamalla aðferða. Öflugasta leiðin til breytinga er að beita þverfaglegri nálgun, snúa hlutum á hvolf og horfa á þá frá öðru sjónarhorni, þar sem umhverfið, lífsgæði, jafnræði og mannlíf er í forgrunni. Um leið verður að huga að um hagsæld og verðmætasköpun og leita jafnvægis milli ólíkra áherslna. Hönnuðir og arkitektar mennta sig að vinna í síbreytilegu samfélagi og leysa áskoranir framtíðarinnar. Nám hönnuða hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er í fremstu listaháskólum hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir samtímans. Lausnir eru skoðaðar frá mörgum og ólíkum sjónarhornum og mannlíf og umhverfi sett í öndvegi um leið og lögð er áhersla á gæði, endingu og hagkvæmni. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi síðustu 10 ár og a.m.k aðrir 500 munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun og fegurð. Samfélagið þarf að gefa þessu unga fólki tækifæri til að nýta þekkingu sína á ólíkum sviðum atvinnulífs. Við lögum ekki vandamálin með sömu aðferðum og bjuggu þau til. Hönnuðir og arkitektar búa yfir þekkingu til að þróa nýjar aðferðir og áherslur við undirbúning, ákvarðanatöku og framkvæmd. Í aðdraganda kosninga þá látum við okkur dreyma. Á stefnumóti hönnuða og arkitekta í júní komu fram margar frábærar hugmyndir og lausnir, sem snúast um þær áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ein hugmyndin var stofnun framtíðarráðuneytis. Kannski liggur lausnin einmitt þar – í ráðuneyti framtíðar sem vinnur að framtíðarlausnum samfélagsins þvert á önnur ráðuneyti með hönnun, hugvit, nýsköpun, umhverfi, gæði, endingu og ný störf að leiðarljósi? Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Tíska og hönnun Stjórnsýsla Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Verkefnin eru mjög fjölbreytt því það þarf að hanna nýjar samgöngur og horfa til orkuskipta, efla lýðheilsu og heilbrigði með snjallri hönnuðn og notendavænum lausnum, þróa og hanna umhverfisvæn efni í byggingariðnaði, hanna og skapa öfluga innviði sem þjóna notendum. Það þarf að endurhanna þjónustu og setja mannfólk í öndvegi í tækniþróun, efla umhverfisvæna vöru- og fatahönnun og vinna að eflingu og lausna sem styðja hringrásarhagkerfið. Öll þessi verkefni munu, og eru þegar, að skapa fullt af nýjum og áhugaverðum störfum í stað þeirra sem hverfa með tækniþróun og úreldingu gamalla aðferða. Öflugasta leiðin til breytinga er að beita þverfaglegri nálgun, snúa hlutum á hvolf og horfa á þá frá öðru sjónarhorni, þar sem umhverfið, lífsgæði, jafnræði og mannlíf er í forgrunni. Um leið verður að huga að um hagsæld og verðmætasköpun og leita jafnvægis milli ólíkra áherslna. Hönnuðir og arkitektar mennta sig að vinna í síbreytilegu samfélagi og leysa áskoranir framtíðarinnar. Nám hönnuða hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er í fremstu listaháskólum hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir samtímans. Lausnir eru skoðaðar frá mörgum og ólíkum sjónarhornum og mannlíf og umhverfi sett í öndvegi um leið og lögð er áhersla á gæði, endingu og hagkvæmni. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi síðustu 10 ár og a.m.k aðrir 500 munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun og fegurð. Samfélagið þarf að gefa þessu unga fólki tækifæri til að nýta þekkingu sína á ólíkum sviðum atvinnulífs. Við lögum ekki vandamálin með sömu aðferðum og bjuggu þau til. Hönnuðir og arkitektar búa yfir þekkingu til að þróa nýjar aðferðir og áherslur við undirbúning, ákvarðanatöku og framkvæmd. Í aðdraganda kosninga þá látum við okkur dreyma. Á stefnumóti hönnuða og arkitekta í júní komu fram margar frábærar hugmyndir og lausnir, sem snúast um þær áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ein hugmyndin var stofnun framtíðarráðuneytis. Kannski liggur lausnin einmitt þar – í ráðuneyti framtíðar sem vinnur að framtíðarlausnum samfélagsins þvert á önnur ráðuneyti með hönnun, hugvit, nýsköpun, umhverfi, gæði, endingu og ný störf að leiðarljósi? Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar