Maurastjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. september 2021 11:01 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun