Ríkisstjórnin fallin – eða hvað? Magnús D. Norðdahl skrifar 15. september 2021 11:31 Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi vissu kjósendur þar í landi fyrirfram hvaða flokkar myndu vilja starfa saman eftir kosningar. Slíkt fyrirkomulag er til fyrirmyndar og eðlilegt í lýðræðisríki. Kjósendur eiga auðvitað rétt á því að vita hvort atkvæði greitt ákveðnum flokki sé jafnframt atkvæði greitt tilteknu stjórnarsamstarfi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Píratar, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í töluverðri sókn og munu ef að líkum lætur verða þeir flokkar sem mest bæta við sig í komandi kosningum. Píratar hafa gefið það út mjög skýrt að þeir muni ekki standa að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt hið sama hefur Samfylking gert. Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra hefur síðan lýst því yfir að VG muni ræða fyrst við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf og sama má ætla að sé raunin með Framsókn enda hafa þessir flokkar verið saman í stjórn síðastliðin 4 ár. Afstaða Viðreisnar hvað stjórnarsamstarf varðar liggur hins vegar ekki fyrir. Vill flokkurinn, hvers formaður var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vinna með núverandi ríkisstjórn eða taka þátt í myndun nýrrar frjálslyndrar og félagshyggjusinnaðrar umbótastjórnar? Er ekki rétt að Viðreisn sýni kjósendum þá virðingu að svara því skilmerkilega með hverjum þeir vilji helst starfa að afloknum kosningum og hvort þeim finnist fýsilegt að ganga inn í núverandi stjórn? Rétt eins og neytendur eiga rétt á upplýsingum um innihald vöru eiga kjósendur rétt á skýrum og skilmerkilegum upplýsingum um raunveruleg áform stjórnmálaflokka. Þetta er í senn forsenda fyrir framgangi lýðræðis og kosningaþátttöku almennings. Traust og gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar þátttöku. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi vissu kjósendur þar í landi fyrirfram hvaða flokkar myndu vilja starfa saman eftir kosningar. Slíkt fyrirkomulag er til fyrirmyndar og eðlilegt í lýðræðisríki. Kjósendur eiga auðvitað rétt á því að vita hvort atkvæði greitt ákveðnum flokki sé jafnframt atkvæði greitt tilteknu stjórnarsamstarfi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Píratar, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í töluverðri sókn og munu ef að líkum lætur verða þeir flokkar sem mest bæta við sig í komandi kosningum. Píratar hafa gefið það út mjög skýrt að þeir muni ekki standa að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt hið sama hefur Samfylking gert. Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra hefur síðan lýst því yfir að VG muni ræða fyrst við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf og sama má ætla að sé raunin með Framsókn enda hafa þessir flokkar verið saman í stjórn síðastliðin 4 ár. Afstaða Viðreisnar hvað stjórnarsamstarf varðar liggur hins vegar ekki fyrir. Vill flokkurinn, hvers formaður var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vinna með núverandi ríkisstjórn eða taka þátt í myndun nýrrar frjálslyndrar og félagshyggjusinnaðrar umbótastjórnar? Er ekki rétt að Viðreisn sýni kjósendum þá virðingu að svara því skilmerkilega með hverjum þeir vilji helst starfa að afloknum kosningum og hvort þeim finnist fýsilegt að ganga inn í núverandi stjórn? Rétt eins og neytendur eiga rétt á upplýsingum um innihald vöru eiga kjósendur rétt á skýrum og skilmerkilegum upplýsingum um raunveruleg áform stjórnmálaflokka. Þetta er í senn forsenda fyrir framgangi lýðræðis og kosningaþátttöku almennings. Traust og gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar þátttöku. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar