Að venju er varist Heiða Guðný Ásgeirsdóttir skrifar 16. september 2021 16:31 Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar