Að venju er varist Heiða Guðný Ásgeirsdóttir skrifar 16. september 2021 16:31 Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun