Byggðastefnan hefur siglt í strand Þorgrímur Sigmundsson skrifar 16. september 2021 08:31 Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur. Bútasaumurinn hefur verið kallaður ýmsum nöfnum; Vestfjarðaraðstoð, aðstoð við brotthættar byggðir, nú eða aðstoð við köld svæði. Stundum er hann kenndur við þann landshluta sem er undir hverju sinni og stundum við aðgerðina. Það er ekki aðalatriðið heldur það, að þessi aðferðafræði hefur því miður ekki getað snúið þróuninni við. Nú blasir við, að til að geta kallað fram raunhæfar breytingar þarf að ráðast í almennari aðgerðir og þá helst til breytinga á skattkerfinu. Borgríki Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist skýrast í því að við erum að verða með eitt mesta borgríki Evrópu. Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa velt því fyrir sér hvort það sé þróun sem við viljum sjá enda er hún á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að reyna að ná fram. Þannig sjáum við hjá okkar næstu nágrönnum, Norðmönnum, að á Óslóarsvæðinu, býr um það bil 25% Norðmanna og þykir þeim nóg um. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem má skilgreina á milli Hvítánna tveggja, þá búa nú þar upp undir 85% Íslendingar. Það er fráleitt að tala um jöfnun á vægi atkvæða þegar allar stofnanir landsins eru komnar á þetta svæði þar sem meira og minna allir búa. Það þarf að ráðast í öflugar og kraftmiklar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa við þessari þróun eða í það minnsta stöðva hana. Það verður ekki gert með smáskammtalækningum eins og hafa hér verið við hafðar í áratugi. Það þarf að kjósa breytingar Þegar menn tala um vægi atkvæða þá snýst það ekki aðeins um fjölda kjörinna fulltrúa. Það snýst um aðgang borgaranna að þjónustu og stofnunum ríkisins og því gríðarlega valdi sem embættismenn hafa. Til að stöðva þessa þróun og snúa henni við þannig að fólki og fyrirtækjum þyki áhugavert að starfa úti á landi verður að ráðast í miklar aðgerðir. Þær verða að vera almennar og skapa skilyrði fyrir því að rekstur úti á landi sé jafnsettur rekstri á höfuðborgarsvæðinu og jafn hagkvæmur fyrir þá sem fjárfesta í honum. Því þarf að skapa almenna jákvæða hvata fyrir fólk og fyrirtæki til þess að starfa úti á landi. Sú aðferð sem hefur verið viðhöfð undanfarna áratugi dugar ekki lengur. Ef fer sem horfir munu aðeins örfáir kjarnar úti á landi lifa þetta af og hinir smám saman fjara út. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé það sem íbúar þessa lands vilja. Til að fá fram breytingar þarf að kjósa breytingar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er varaþingmaður og situr í 3. sæti lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Byggðamál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur. Bútasaumurinn hefur verið kallaður ýmsum nöfnum; Vestfjarðaraðstoð, aðstoð við brotthættar byggðir, nú eða aðstoð við köld svæði. Stundum er hann kenndur við þann landshluta sem er undir hverju sinni og stundum við aðgerðina. Það er ekki aðalatriðið heldur það, að þessi aðferðafræði hefur því miður ekki getað snúið þróuninni við. Nú blasir við, að til að geta kallað fram raunhæfar breytingar þarf að ráðast í almennari aðgerðir og þá helst til breytinga á skattkerfinu. Borgríki Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist skýrast í því að við erum að verða með eitt mesta borgríki Evrópu. Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa velt því fyrir sér hvort það sé þróun sem við viljum sjá enda er hún á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að reyna að ná fram. Þannig sjáum við hjá okkar næstu nágrönnum, Norðmönnum, að á Óslóarsvæðinu, býr um það bil 25% Norðmanna og þykir þeim nóg um. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem má skilgreina á milli Hvítánna tveggja, þá búa nú þar upp undir 85% Íslendingar. Það er fráleitt að tala um jöfnun á vægi atkvæða þegar allar stofnanir landsins eru komnar á þetta svæði þar sem meira og minna allir búa. Það þarf að ráðast í öflugar og kraftmiklar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa við þessari þróun eða í það minnsta stöðva hana. Það verður ekki gert með smáskammtalækningum eins og hafa hér verið við hafðar í áratugi. Það þarf að kjósa breytingar Þegar menn tala um vægi atkvæða þá snýst það ekki aðeins um fjölda kjörinna fulltrúa. Það snýst um aðgang borgaranna að þjónustu og stofnunum ríkisins og því gríðarlega valdi sem embættismenn hafa. Til að stöðva þessa þróun og snúa henni við þannig að fólki og fyrirtækjum þyki áhugavert að starfa úti á landi verður að ráðast í miklar aðgerðir. Þær verða að vera almennar og skapa skilyrði fyrir því að rekstur úti á landi sé jafnsettur rekstri á höfuðborgarsvæðinu og jafn hagkvæmur fyrir þá sem fjárfesta í honum. Því þarf að skapa almenna jákvæða hvata fyrir fólk og fyrirtæki til þess að starfa úti á landi. Sú aðferð sem hefur verið viðhöfð undanfarna áratugi dugar ekki lengur. Ef fer sem horfir munu aðeins örfáir kjarnar úti á landi lifa þetta af og hinir smám saman fjara út. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé það sem íbúar þessa lands vilja. Til að fá fram breytingar þarf að kjósa breytingar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er varaþingmaður og situr í 3. sæti lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun