Þjóðargjafir fyrir útvalda Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. september 2021 13:30 Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar