Landtenging Hafnarfjarðarhafnar, framarlega í orkuskiptum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 16. september 2021 15:30 Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar