Landtenging Hafnarfjarðarhafnar, framarlega í orkuskiptum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 16. september 2021 15:30 Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun