Ástin á götunni

Fréttamynd

Stóra boltamálinu lokið

Spilað verður með opinberan keppnisbolta Álfukeppninnar frá Adidas í Pepsi-deild karla í sumar. Töluverð umræða hefur verið undanfarnar vikur vegna ódýrari gerðar Adidas-bolta sem stóð til að nota.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikastelpurnar sáu um Wales

Íslenska 16 ára landslið kvenna í knattspyrnu vann flottan 4-0 sigur á Wales í dag á sérstöku undirbúningsmóti UEFA en leikurinn fór fram í Wales. Það voru Blikarnir Esther Rós Arnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir sem skoruðu þrjú markanna en fjórða markið var sjálfsmark.

Fótbolti
Fréttamynd

Tóku fagn Stjörnustrákanna á MTV

Fögn liðsmanna Stjörnunnar í Pepsi-deild karla sumarið 2011 slógu í gegn víða um heiminn. Lítið hefur farið fyrir fögnum Garðbæinga síðan þá en þau eru þó ekki gleymd úti í hinum stóra heimi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Risastökk á FIFA-listanum

Frækinn sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni HM 2014 skilar karlalandsliði Íslands í knattspyrnu upp um 19 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Valur áfram í Lengjubikarnum

Valur gulltryggði sæti sitt í fjórðungsúrslitum Lengjubikarsins með 2-0 sigri á KA í kvöld. Þá gerðu Leiknir og Þór 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristján Flóki til FCK

FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason gengur í raðir danska knattspyrnuliðsins FC Kaupmannahafnar þann 1. júlí. Flóki skrifaði undir þriggja ára samning við danska félagið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Týndi sonurinn snýr heim

Magnús Þórir Matthíasson mun spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar. Magnús Þórir lék með Fylki á síðustu leiktíð en samkvæmt heimildum Fótbolta.net fer hann með Keflavík til Spánar í æfingaferð félagsins í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sleit krossband

Markvörðurinn Árni Freyr Ásgeirsson, sem varið hefur mark Keflvíkinga í Lengjubikarnum undanfarnar vikur, missir af komandi tímabili í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Draumamark Lexa

Alexander Veigar Þórarinsson bauð upp á stórglæsilegt mark í 3-0 sigri BÍ/Bolungarvíkur á Tindastóli í Lengjubikarnum á laugardaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

David James ekki í markinu í kvöld

Ekkert verður af því að David James spili sinn fyrsta leik fyrir ÍBV þegar liðið mætir Fylki í Lengjubikarnum í kvöld. Þetta staðfesti Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, í samtali við fréttastofu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

8-0 í færum en stelpurnar fengu bara eitt stig

Íslenska 19 ára landslið kvenna í fótbolta gerði 1-1 jafntefli á móti Norður-Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli um sæti í úrslitakeppni EM en riðillinn er spilaður í Portúgal. Íslenska liðið náði ekki að tryggja sér sigur þrátt fyrir margar lofandi sóknir.

Fótbolti
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá strákunum

Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta byrjar undankeppni EM vel því liðið vann í dag 2-1 sigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk. Þetta var fyrsti leikur Íslands í riðlinum og fyrsti sigurleikur 21 árs landsliðsins síðan í september 2011.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ er 66 ára í dag

Í dag eru 66 ár liðin síðan að fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu Knattspyrnusamband Íslands 26. mars 1947. KSÍ minnist þessara tímamóta á heimasíðu sinni í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bikarúrslitaleikjaárið mikla í Garðabæ

Stjörnumenn fóru í bikarúrslitaleik karla í blaki um helgina og náði félagið því þar með einstakri fernu. Á síðustu sjö mánuðum hefur Stjarnan átt karlalið í bikarúrslitum í fótbolta, körfubolta, handbolta og blaki.

Sport