Bikarhetjunni Alexander Scholz leið vel á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 13:15 Alexander Scholz í baráttunni í Belgíu. Vísir/getty Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira