Harpa með þrennu í stórsigri Íslands á Möltu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennur. Mynd/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann stórsigur, 8-0, á slöku liði Möltu ytra í undankeppni HM 2015 í dag. Leikurinn var aldrei spennandi og okkar stelpur mun betri á öllum sviðum. Markaveislan hófst strax á annarri mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir var ein á auðum sjó í teignum og skoraði af yfirvegun. Harpa enn sjóðheit fyrir framan markið eftir að enda sem markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta sumar.Dóra María Lárusdóttir, sem lék í stöðu hægri bakvarðar í dag, bætti við öðru marki Íslands á 15. mínútu en hún smurði boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu, samkvæmt beinni lýsingu KSÍ á Facebook-síðu sambandsins. Íslensku stelpurnar bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands á 23. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir, sú er tryggði Íslandi sigur gegn Ísrael um síðustu helgi, skoraði fjórða markið á 33. mínútu. Dagný sneiddi boltann með höfðinu í netið eftir fallega aukaspyrnu Dóru Maríu frá hægri en mörk Íslands í fyrri hálfleik voru öll nokkuð lagleg og mikil gæði í þeim.Rakel Hönnudóttir komst í dauðafæri eftir undirbúning FanndísarFriðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútur í þeim síðari fullkomnaði Harpa Þorsteinsdóttir þrennuna er hún kom Íslandi í 5-0. Harpa fékk boltann við vítateigshornið eftir innkast frá ÓlínuViðarsdsóttur. Hún snéri sér við og skoraði í nærhornið með skoti sem markvörðurinn hefði líklega átt að verja. Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo sjötta mark Íslands á 64. mínútu eftir samspil við Hörpu sem fór mikinn í leiknum í dag. Hún var tekin af velli skömmu síðar eins og Rakel Hönnudóttir en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á í þeirra stað. Stelpurnar voru ekki hættar að skora því Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við sjöunda marki Íslands á 87. mínútu en þetta er jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark í hennar þriðja landsleik. Í uppbótartíma skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo annað mark sitt og áttunda mark Íslands. Lokatölur, 8-0. Fín uppskera í vikunni hjá stelpunum sem unnu Ísrael og Möltu án þess að fá á sig mark en mikið sjálfstraust er í liðinu eftir gott gengi á Algarve-bikarnum. Stelpurnar eru nú búnar að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum. Ísland er með níu stig í öðru sæti þriðja riðils í undankeppni HM 2015, sex stigum á eftir Sviss sem hefur leikið fimm leiki. Ísland er búið með fimm leiki. Næst taka við erfiðir útileikir gegn Sviss og Danmörku.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir; Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir; Katrín Ómarsdóttir (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 78.), Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 67.), Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 67.). Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30 Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann stórsigur, 8-0, á slöku liði Möltu ytra í undankeppni HM 2015 í dag. Leikurinn var aldrei spennandi og okkar stelpur mun betri á öllum sviðum. Markaveislan hófst strax á annarri mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir var ein á auðum sjó í teignum og skoraði af yfirvegun. Harpa enn sjóðheit fyrir framan markið eftir að enda sem markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta sumar.Dóra María Lárusdóttir, sem lék í stöðu hægri bakvarðar í dag, bætti við öðru marki Íslands á 15. mínútu en hún smurði boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu, samkvæmt beinni lýsingu KSÍ á Facebook-síðu sambandsins. Íslensku stelpurnar bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands á 23. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir, sú er tryggði Íslandi sigur gegn Ísrael um síðustu helgi, skoraði fjórða markið á 33. mínútu. Dagný sneiddi boltann með höfðinu í netið eftir fallega aukaspyrnu Dóru Maríu frá hægri en mörk Íslands í fyrri hálfleik voru öll nokkuð lagleg og mikil gæði í þeim.Rakel Hönnudóttir komst í dauðafæri eftir undirbúning FanndísarFriðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútur í þeim síðari fullkomnaði Harpa Þorsteinsdóttir þrennuna er hún kom Íslandi í 5-0. Harpa fékk boltann við vítateigshornið eftir innkast frá ÓlínuViðarsdsóttur. Hún snéri sér við og skoraði í nærhornið með skoti sem markvörðurinn hefði líklega átt að verja. Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo sjötta mark Íslands á 64. mínútu eftir samspil við Hörpu sem fór mikinn í leiknum í dag. Hún var tekin af velli skömmu síðar eins og Rakel Hönnudóttir en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á í þeirra stað. Stelpurnar voru ekki hættar að skora því Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við sjöunda marki Íslands á 87. mínútu en þetta er jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark í hennar þriðja landsleik. Í uppbótartíma skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo annað mark sitt og áttunda mark Íslands. Lokatölur, 8-0. Fín uppskera í vikunni hjá stelpunum sem unnu Ísrael og Möltu án þess að fá á sig mark en mikið sjálfstraust er í liðinu eftir gott gengi á Algarve-bikarnum. Stelpurnar eru nú búnar að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum. Ísland er með níu stig í öðru sæti þriðja riðils í undankeppni HM 2015, sex stigum á eftir Sviss sem hefur leikið fimm leiki. Ísland er búið með fimm leiki. Næst taka við erfiðir útileikir gegn Sviss og Danmörku.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir; Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir; Katrín Ómarsdóttir (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 78.), Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 67.), Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 67.).
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30 Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30
Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00