Íslenski boltinn

Ásgerður inn fyrir Rakel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásgerður Stefanía kemur inn í landsliðið.
Ásgerður Stefanía kemur inn í landsliðið. Vísir/Daníel
Freyr Alexandersson hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Sviss á fimmtudaginn kemur í undankeppni HM 2015 í Kanada.

Rakel Hönnudóttir helltist úr lestinni vegna meiðsla og í hennar stað kallaði Freyr á Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Stjörnunnar.

Ásgerður hefur leikið fjóra landsleiki, alla á þessu ári.


Tengdar fréttir

Freyr: Okkar að taka af þeim bílstjórasætið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær erfitt verkefni í næstu viku þegar liðið mætir toppliði Sviss á útivelli. Landsliðsþjálfarinn hefur trú á íslenskum sigri og að liðið geti blandað sér með því í baráttuna um efsta sætið í riðlinum.

Tvær breytingar á landsliðshópi Freys

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í morgun 20 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×