Freyr: Liðsandinn var góður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 17:30 Freyr og leikmenn landsliðsins fagna á Algarve. Mynd/KSÍ Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50