Íslenski boltinn

Freyr skoraði þrennu í stórsigri Þróttar V

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Freyr Brynjarsson er þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum.
Freyr Brynjarsson er þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Vísir/Daníel
Fyrstu umferð Borgunarbikarsins lauk í dag með fjórum leikjum.

Handboltamaðurinn fyrrverandi Freyr Brynjarsson skoraði þrennu þegar Þróttur Vogum vann stórsigur, 8-0, á Stál-úlfi. Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur mörk á fyrstu 16 mínútum leiksins. Seinni fjögur mörkin komu svo á sex mínútna kafla undir lok leiksins.

ÍR þurfti framlengingu til að leggja 4. deildar-lið Hvíta riddarans að velli. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma, en í framlengingunni reyndust Breiðhyltingar sterkari og sigruðu að lokum 4-1.

Ægir vann Reyni Sandgerði 3-2 á útivelli í slag tveggja 2. deildar liða. Darko Matejic skoraði tvö mörk fyrir Ægi og Ágúst Freyr Hallsson eitt. Þorsteinn Þorsteinsson skoraði bæði mörk Reynis.

Þá höfðu Berserkir betur gegn Lummunni með sex mörkum gegn þremur.


Tengdar fréttir

Markaregn í Borgunarbikarnum | Óvæntur sigur KFS

Fyrsta umferð Borgunarbikars karla hófst í gær með leik Leiknis F og Hattar, þar sem Leiknismenn höfðu betur með fjórum mörkum gegn tveimur. Í dag fóru svo fram 18 leikir í Borgunarbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×