Fótbolti

Þóra fékk afmælisköku í Sviss - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóra Björg Helgadóttir bíður spennt eftir að fá að bragða á afmæliskökunni.
Þóra Björg Helgadóttir bíður spennt eftir að fá að bragða á afmæliskökunni. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið út til Sviss en stelpurnar spila við Sviss í undankeppni HM á fimmtudaginn.

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir hélt upp á 33 ára afmælið sitt í dag og fékk að sjálfsögðu afmælisköku í tilefni dagsins.

Stelpurnar hlupu saman í Nyon í dag en framundan er síðan lokaundirbúningurinn fyrir erfiðan leik á móti efsta liði riðilsins.

Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, er með í för og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir neðan.



Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson

Tengdar fréttir

Ásgerður inn fyrir Rakel

Freyr Alexandersson hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Sviss á fimmtudaginn kemur í undankeppni HM 2015 í Kanada.

Freyr: Okkar að taka af þeim bílstjórasætið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær erfitt verkefni í næstu viku þegar liðið mætir toppliði Sviss á útivelli. Landsliðsþjálfarinn hefur trú á íslenskum sigri og að liðið geti blandað sér með því í baráttuna um efsta sætið í riðlinum.

Tvær breytingar á landsliðshópi Freys

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í morgun 20 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×