Valur

Fréttamynd

Badmus fer hvergi

Íslandsmeistarar Vals í körfuknattleik fengu góð tíðindi í dag er staðfest var að Taiwo Badmus myndi spila áfram með liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“

Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjör: Kefla­vík - Valur 3-3 | Valur í undan­úr­slit eftir vítaspyrnukeppni

Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Höfum kannski ekki verið eins lé­legir og fólk vill meina“

„Þetta er náttúrlega bara eldgamall Reykjavíkurrígur þannig að þetta hefur alveg gríðarlega merkingu, sérstaklega fyrir áhorfendur og eins og staðan er í deildinni hefur þetta gríðarlega merkingu fyrir okkur sem lið í dag,“ segir Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir stórleikinn gegn Val í Bestudeildinni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Hné­skel Kristófers fór í tvennt

„Heilsan hefur verið betri. En ég er að sama skapi mjög ánægður með titilinn og stoltur að geta vaknað í morgun sem Íslandsmeistari,“ sagði Kristófer Acox í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gleðin er mikil en tilfinningin blendin vegna slæmra meiðsla sem hann varð fyrir í oddaleik Vals við Grindavík í fyrrakvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Búið að sitja að­eins í manni“

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Valsarar kjöldrógu Garðbæinga í fyrri stórleik dagsins. Vísir ræddi við Tryggva eftir leik sem hafði þetta að segja um sína frammistöðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Förum ekki að vor­kenna okkur“

Stjarnan fékk vænan skell á Hlíðarenda í dag er liðið mætti Val. Leiknum lauk með 5-1 sigri Valsara. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og við var að búast ósáttur við frammistöðu sinna mann í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Gott að fá sjálfs­traust“

Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tískan á körfuboltaleiknum

Það var gríðarleg stemning og mikil spenna á Hlíðarenda í gær þegar að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur á Grindavík. N1 höllin var troðfull af stuðningsmönnum sem margir hverjir nýttu tækifærið til þess að klæða sig upp. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þótti vænt um að liðsfélagarnir mættu allir í jarðar­förina

Frank Aron Booker segir einstakan liðsanda hjá karlaliði Vals í körfubolta hafa sýnt sig þegar liðsfélagarnir mættu allir sem einn í jarðarför dóttur hans sem lést í móðurkviði í mars.  Frank Aron varð Íslandsmeistari með liði Vals í annað sinn eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Grindavík. Hann var valinn PlayAir úrslitaeinvígisins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. 

Körfubolti