Valur

Fréttamynd

Nánast upp­selt á leik kvöldsins

Starfsmenn Breiðabliks þurftu í dag að bregðast við mikilli eftirspurn fyrir leik liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Uppselt er í stóru stúkuna í Kópavoginum og eru miðar í gömlu stúkuna komnir í sölu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aftur­elding einum sigri frá úr­slitum

Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni

Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur sýndi Berg­lindi meiri á­huga en Breiða­blik

Berg­lind Björg Þor­valds­dóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barns­burð. Hún stefnir á titla sem og endur­komu í lands­liðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiða­blik á sínum tíma er Berg­lind mætt á Hlíðar­enda. Valur sýndi henni ein­fald­lega meiri á­huga en Breiða­blik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við eigum að geta varist föstum leik­at­riðum“

Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tók sinn tíma að jafna sig

Bene­dikt Guð­munds­son, þjálfari Njarð­víkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í odda­leik gegn Þór Þor­láks­höfn í átta liða úr­slitum Subway deildar karla á dögunum. Það ein­vígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leik­mönnum Njarð­víkur sem mæta aftur til leiks í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Ættingjarnir á­byggi­lega þreyttir á manni

„Ættingjarnir eru á­byggi­lega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björg­vin Páll Gústavs­son, mark­vörður Vals í hand­bolta sem hefur, líkt og aðrir leik­menn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjár­magna Evrópu­ævin­týri liðsins í ár.

Handbolti