Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 10:00 Patrick Pedersen er lykilmaður hjá Val og leikur í kvöld sinn 200. leik í efstu deild hér á landi. Hann nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar. vísir/Anton Valsarinn Patrick Pedersen mun í kvöld komast í tvö hundruð leikja klúbbinn í efstu deild þegar Valur heimsækir Stjörnuna í Bestu deildinni. Stór áfangi sem skiptir Danann miklu máli. Upphaflega ætlaði hann sér að stoppa stutt við á Íslandi en hefur nú hrifist af landi og þjóð. „Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
„Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira