„Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 12:31 Valur er ríkjandi bikarmeistari og stefnir á að halda titlinum í bikarskápnum á Hlíðarenda. visir / anton brink Kvennalið Vals í fótbolta hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en þjálfarinn Kristján Guðmundsson segir það ekki hafa áhrif á undirbúning ríkjandi bikarmeistaranna fyrir átta liða úrslita leikinn gegn Þrótti á Hlíðarenda í kvöld. Þó liðinu þyrsti sannarlega í sigur. „Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
„Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira