Blómstra á meðan Valskonur eru sögulega slakar Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 13:01 Gengi Vals til þessa á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska. Þá hafa leikmenn sem voru í herbúðum liðsins á síðasta tímabili blómstrað hjá öðrum liðum. Vísir/Samsett mynd Stigasöfnun Vals í Bestu deild kvenna eftir átta umferðir er sú versta í sögu liðsins í tíu liða efstu deild til þessa. Á sama tíma eru leikmenn sem voru á mála hjá liðinu á síðasta tímabili í góðum málum við topp deildarinnar í öðrum liðum. Valskonur gerðu 2-2 jafntefli gegn Tindastól á útivelli í gær eftir að hafa komist marki yfir snemma leiks. Niðurstaðan sér til þess að Valur situr nú í 5.sæti deildarinnar með níu stig og er tíu stigum á eftir toppliði Þróttar Reykjavíkur sem á einnig leik til góða á Valskonur. „Leikmenn eru að upplifa stöðu inn á vellinum sem þeir hafa ekki verið að upplifa áður. Að vera í jöfnum leikjum og ná ekki að vinna,“ lét Kristján Guðmundsson, einn af þjálfurum Vals hafa eftir sér í viðtali eftir leik í gær. Með tólf stigum minna en á sama tíma í fyrra Valur hefur aðeins sótt níu stig í fyrstu átta leikjum sínum til þessa í Bestu deildinni. Það er lakasta stigasöfnun liðsins eftir þetta marga leiki í deildinni síðan árið 2001. Efsta deild var þá skipuð átta liðum en síðan árið 2008 hefur deildin verið skipuð tíu liðum. Frá því að efsta deild varð tíu liða deild hefur Valur aldrei verið með eins fá stig eftir átta umferðir eins og í ár en á sama tíma í fyrra sat liðið í 2.sæti deildarinnar með 21 stig, tólf stigum meira en liðið er með á sama tíma í ár. Síðasti sigurleikur Vals í deildinni til þessa kom í þriðju umferð. Liðið hefur nú ekki unnið leik í síðustu fimm umferðum Bestu deildarinnar, tapað þremur en nú gert tvö jafntefli í röð. Stigasöfnun Vals eftir átta umferðir frá því að efsta deild varð tíu liða deild: 2025: 9 stig 2024: 21 stig 2023: 19 stig 2022: 19 stig 2021: 17 stig 2020: 19 stig 2019: 22 stig 2018: 19 stig 2017: 15 stig 2016: 17 stig 2015: 12 stig 2014: 14 stig 2013: 14 stig 2012: 13 stig 2011: 22 stig 2010: 20 stig 2009: 19 stig 2008: 24 stig Af átta leikjum sínum í Bestu deildinni til þessa hefur Valsliðið aðeins unnið tvo, gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum. Til samanburðar tapaði liðið aðeins einum leik fyrir skiptingu deildarinnar í fyrra eftir átján umferðir. Brösótt byrjun hjá þjálfurum liðsins þeim Matthíasi Guðmundssyni og Kristjáni Guðmundssyni sem tóku við stjórnartaumum liðsins á Hlíðarenda fyrir tímabilið en góðu fréttirnar þær að enn á eftir að spila marga leiki í Bestu deildinni áður en að tímabilinu lýkur. Losuðu sig við leikmenn sem blómstra Umræðan í kringum kvennalið Vals hefur verið súr það sem af er tímabili. Spilamennska liðsins hefur verið gagnrýnd sem og nálgun stjórnar Vals varðandi það hvernig haldið hefur verið á spilunum og ákvarðanir í leikmannamálum vekja upp spurningar. Samningi framherjans Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem sneri aftur á fótboltavöllinn eftir barnsburð síðasta sumar og samdi við Val, var sagt upp símleiðis eftir síðasta tímabil. Berglind er nú leikmaður Breiðabliks og er markahæsti leikmaður deildarinnar til þessa með sjö mörk í sjö leikjum. Tvö þeirra marka komu í 4-0 sigri Breiðabliks á Val á dögunum. Þá missti Valur frá sér einn öflugasta leikmann deildarinnar undanfarin ár, miðjumanninn Katie Cousins sem samdi við Þrótt Reykjavík og hefur þar leikið stórt hlutverk í frábærri byrjun liðsins en Þróttur er sem stendur á toppi Bestu deildarinnar. Í samtali við íþróttadeild á sínum tíma sagði Katie frá því að hún hafi ekki verið í framtíðarplönum Valsliðsins á Hlíðarenda „Á endanum sáu þeir mig ekki sem hluta af sínum framtíðarplönum. Það er í lagi mín vegna enda þeirra að ákveða.“ Hvort að of háar launakröfur eða annað spilar inn í skal látið ósagt en eins og sakir standa núna virðist Valur hafa misst þarna frá sér tvo leiðandi leikmenn í deildinni. Engu að síður sterkur hópur Sterkir bitar yfirgáfu herbúðir Vals eftir síðasta tímabil. Þessar tvær sem tæpt hefur verið á en síðan var einn besti markvörður Bestu deildarinnar undanfarin ár, landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir, keypt á metfé af Hacken í Svíþjóð. Fanney Inga Birkisdóttir með góð tilþrif í marki Valskvenna á sínum tíma.Vísir/Anton Brink Þá gekk Ísabella Sara Tryggvadóttir í raðir Svíþjóðarmeistara Rosengard og Hailey Whitaker sem spilaði í öllum leikjum liðsins í Bestu deildinni á síðasta tímabili hvarf á braut. Gæðin í núverandi liði Vals eru hins vegar það mikil að liðið ætti að vera komið með fleiri stig en raunin er. Berglind Rós Ágústsdóttir er sem fyrr á miðjunni, leikmaður með yfir 100 leiki í efstu deild sem og A-landsleiki. Annar leikmaður með yfir fimmtíu leiki fyrir land og þjóð, Elísa Viðarsdóttir, er sem fyrr hjá Val sem og landsliðskonan Natasha Moraa Anasi sem er einnig að finna í vörn liðsins. Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals.Vísir/Anton Brink Fyrir tímabilið var fengin inn framherjinn Jordyn Rhodes sem skoraði heil þrettán mörk á síðasta tímabili með liði Tindastóls en hefur ekki komist á flug hvað markaskorun varðar í ár hjá Val. Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir er sem fyrr hjá Val og er þessi listi af gæðamiklum leikmönnum ekki tæmandi. Valur mætir Fram í Reykjavíkurslag á N1-vellinum eftir rúma viku í 9.umferð Bestu deildar kvenna. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Valskonur gerðu 2-2 jafntefli gegn Tindastól á útivelli í gær eftir að hafa komist marki yfir snemma leiks. Niðurstaðan sér til þess að Valur situr nú í 5.sæti deildarinnar með níu stig og er tíu stigum á eftir toppliði Þróttar Reykjavíkur sem á einnig leik til góða á Valskonur. „Leikmenn eru að upplifa stöðu inn á vellinum sem þeir hafa ekki verið að upplifa áður. Að vera í jöfnum leikjum og ná ekki að vinna,“ lét Kristján Guðmundsson, einn af þjálfurum Vals hafa eftir sér í viðtali eftir leik í gær. Með tólf stigum minna en á sama tíma í fyrra Valur hefur aðeins sótt níu stig í fyrstu átta leikjum sínum til þessa í Bestu deildinni. Það er lakasta stigasöfnun liðsins eftir þetta marga leiki í deildinni síðan árið 2001. Efsta deild var þá skipuð átta liðum en síðan árið 2008 hefur deildin verið skipuð tíu liðum. Frá því að efsta deild varð tíu liða deild hefur Valur aldrei verið með eins fá stig eftir átta umferðir eins og í ár en á sama tíma í fyrra sat liðið í 2.sæti deildarinnar með 21 stig, tólf stigum meira en liðið er með á sama tíma í ár. Síðasti sigurleikur Vals í deildinni til þessa kom í þriðju umferð. Liðið hefur nú ekki unnið leik í síðustu fimm umferðum Bestu deildarinnar, tapað þremur en nú gert tvö jafntefli í röð. Stigasöfnun Vals eftir átta umferðir frá því að efsta deild varð tíu liða deild: 2025: 9 stig 2024: 21 stig 2023: 19 stig 2022: 19 stig 2021: 17 stig 2020: 19 stig 2019: 22 stig 2018: 19 stig 2017: 15 stig 2016: 17 stig 2015: 12 stig 2014: 14 stig 2013: 14 stig 2012: 13 stig 2011: 22 stig 2010: 20 stig 2009: 19 stig 2008: 24 stig Af átta leikjum sínum í Bestu deildinni til þessa hefur Valsliðið aðeins unnið tvo, gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum. Til samanburðar tapaði liðið aðeins einum leik fyrir skiptingu deildarinnar í fyrra eftir átján umferðir. Brösótt byrjun hjá þjálfurum liðsins þeim Matthíasi Guðmundssyni og Kristjáni Guðmundssyni sem tóku við stjórnartaumum liðsins á Hlíðarenda fyrir tímabilið en góðu fréttirnar þær að enn á eftir að spila marga leiki í Bestu deildinni áður en að tímabilinu lýkur. Losuðu sig við leikmenn sem blómstra Umræðan í kringum kvennalið Vals hefur verið súr það sem af er tímabili. Spilamennska liðsins hefur verið gagnrýnd sem og nálgun stjórnar Vals varðandi það hvernig haldið hefur verið á spilunum og ákvarðanir í leikmannamálum vekja upp spurningar. Samningi framherjans Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem sneri aftur á fótboltavöllinn eftir barnsburð síðasta sumar og samdi við Val, var sagt upp símleiðis eftir síðasta tímabil. Berglind er nú leikmaður Breiðabliks og er markahæsti leikmaður deildarinnar til þessa með sjö mörk í sjö leikjum. Tvö þeirra marka komu í 4-0 sigri Breiðabliks á Val á dögunum. Þá missti Valur frá sér einn öflugasta leikmann deildarinnar undanfarin ár, miðjumanninn Katie Cousins sem samdi við Þrótt Reykjavík og hefur þar leikið stórt hlutverk í frábærri byrjun liðsins en Þróttur er sem stendur á toppi Bestu deildarinnar. Í samtali við íþróttadeild á sínum tíma sagði Katie frá því að hún hafi ekki verið í framtíðarplönum Valsliðsins á Hlíðarenda „Á endanum sáu þeir mig ekki sem hluta af sínum framtíðarplönum. Það er í lagi mín vegna enda þeirra að ákveða.“ Hvort að of háar launakröfur eða annað spilar inn í skal látið ósagt en eins og sakir standa núna virðist Valur hafa misst þarna frá sér tvo leiðandi leikmenn í deildinni. Engu að síður sterkur hópur Sterkir bitar yfirgáfu herbúðir Vals eftir síðasta tímabil. Þessar tvær sem tæpt hefur verið á en síðan var einn besti markvörður Bestu deildarinnar undanfarin ár, landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir, keypt á metfé af Hacken í Svíþjóð. Fanney Inga Birkisdóttir með góð tilþrif í marki Valskvenna á sínum tíma.Vísir/Anton Brink Þá gekk Ísabella Sara Tryggvadóttir í raðir Svíþjóðarmeistara Rosengard og Hailey Whitaker sem spilaði í öllum leikjum liðsins í Bestu deildinni á síðasta tímabili hvarf á braut. Gæðin í núverandi liði Vals eru hins vegar það mikil að liðið ætti að vera komið með fleiri stig en raunin er. Berglind Rós Ágústsdóttir er sem fyrr á miðjunni, leikmaður með yfir 100 leiki í efstu deild sem og A-landsleiki. Annar leikmaður með yfir fimmtíu leiki fyrir land og þjóð, Elísa Viðarsdóttir, er sem fyrr hjá Val sem og landsliðskonan Natasha Moraa Anasi sem er einnig að finna í vörn liðsins. Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals.Vísir/Anton Brink Fyrir tímabilið var fengin inn framherjinn Jordyn Rhodes sem skoraði heil þrettán mörk á síðasta tímabili með liði Tindastóls en hefur ekki komist á flug hvað markaskorun varðar í ár hjá Val. Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir er sem fyrr hjá Val og er þessi listi af gæðamiklum leikmönnum ekki tæmandi. Valur mætir Fram í Reykjavíkurslag á N1-vellinum eftir rúma viku í 9.umferð Bestu deildar kvenna.
Stigasöfnun Vals eftir átta umferðir frá því að efsta deild varð tíu liða deild: 2025: 9 stig 2024: 21 stig 2023: 19 stig 2022: 19 stig 2021: 17 stig 2020: 19 stig 2019: 22 stig 2018: 19 stig 2017: 15 stig 2016: 17 stig 2015: 12 stig 2014: 14 stig 2013: 14 stig 2012: 13 stig 2011: 22 stig 2010: 20 stig 2009: 19 stig 2008: 24 stig
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira