Skoðanakannanir

Fréttamynd

Enn rís Mið­flokkurinn

Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei mælst minni í Þjóðar­púlsi Gallup

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vin­sældir Bjarna sláandi

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi.

Innlent
Fréttamynd

Stólaskiptin höfðu mikil á­hrif á traustið

Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir.

Innlent
Fréttamynd

Minnsta fylgi VG frá upp­hafi

Fylgi ríkisstjórnarinnar heldur áfram að minnka samkvæmt nýjum þjóðarpúls frá Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um eitt prósentustig á milli kannanna og situr nú í 33 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu prósent karl­manna hlynntir kvenna­verk­fallinu

Rúmlega 35 prósent kvenna sóttu samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli eða annars staðar á landinu. Mikill meirihluti landsmanna var hlynntur aðgerðunum. Sex af hverjum tíu körlum voru hlynntir aðgerðum en um fjórtán prósent þeirra andvígir.

Innlent
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti lands­manna ó­á­nægður með á­kvörðunina

Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu

Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. 

Innlent
Fréttamynd

Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi

Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri and­vígir Borgar­línu

Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni.

Innlent
Fréttamynd

Fúlum vegna göngugatna fækkar um helming

Tæplega þrír af hverjum fjórum Reykvíkingum eru jákvæðir í garð göngugatna í miðborginni. Neikvæðum hefur fækkað úr tuttugu prósent borgarbúa í níu prósent á fjórum árum eða um rúman helming. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar

Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup.

Innlent