Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2024 08:45 Rétt rúmur helmingur teldi óeðlilegt ef Bjarni Benediktsson leyfði hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Ný könnun sýnir að 51 prósent landsmanna teldi óeðlilegt ef matvælaráðherra gæfi út leyfi til veiða á hvölum á meðan hann situr í starfsstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, sem fékk Maskínu til að framkvæma könnunina dagana 1. til 6. nóvember. Svarendur voru 1.500. Spurningin sem lögð var fyrir hljóðaði svo: Telur þú eðlilegt eða óeðlilegt að ráðherra í starfsstjórn gefi út nýtt leyfi til veiða á langreyðum? Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig svör skiptust. Maskína Lögin óbreytt frá 1949 Í tilkynningu samtakanna segir að ákvarðanataka um hvalveiðar og stjórnsýsla lúti lögum frá árinu 1949. Lögin hafi staðið óbreytt frá þeim tíma. Á sama tímabili hafi umræða um velferð dýra og umhverfismál tekið stakkaskiptum, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Íslendingar neyti ekki kjöts af langreyðum og markaður fyrir hvalkjöt í Japan sé innan við 2000 tonn á ár. Í febrúar síðastliðnum hafi þáverandi forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, skipað starfshóp sem fékk það verkefni „að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli.“ Starfshópnum hafi verið ætlað að skila skýrslu þar sem fram komi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. Valkostir skyldu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni væri ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Sérkennileg stjórnsýsla að mati samtakanna Þá segir að eftir því sem næst verði komist hafi starfshópurinn hafið vinnu sína en fátt bendi til þess að henni verði lokið fyrir lok þessa árs. „Það væri afar sérkennileg stjórnsýsla að, Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, gæfi út leyfi til veiða á langreyðum til næstu 5 eða 10 ára samkvæmt lögum sem hafa staðið óbreytt í 75 ár og virti þar með að vettugi vinnu starfshóps um hvernig megi færa lög um hvalveiðar í átt til nútímans. Slík ákvörðun myndi binda hendur íslenskra stjórnvalda jafn lengi og hugsanlegt leyfi gildir. Slík ákvörðun stenst ekki kröfur um nútíma stjórnsýsluhætti.“ Hvalveiðar Stjórnsýsla Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. 8. nóvember 2024 16:07 Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. 31. október 2024 09:10 Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. 30. október 2024 12:29 Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ 26. október 2024 19:38 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, sem fékk Maskínu til að framkvæma könnunina dagana 1. til 6. nóvember. Svarendur voru 1.500. Spurningin sem lögð var fyrir hljóðaði svo: Telur þú eðlilegt eða óeðlilegt að ráðherra í starfsstjórn gefi út nýtt leyfi til veiða á langreyðum? Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig svör skiptust. Maskína Lögin óbreytt frá 1949 Í tilkynningu samtakanna segir að ákvarðanataka um hvalveiðar og stjórnsýsla lúti lögum frá árinu 1949. Lögin hafi staðið óbreytt frá þeim tíma. Á sama tímabili hafi umræða um velferð dýra og umhverfismál tekið stakkaskiptum, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Íslendingar neyti ekki kjöts af langreyðum og markaður fyrir hvalkjöt í Japan sé innan við 2000 tonn á ár. Í febrúar síðastliðnum hafi þáverandi forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, skipað starfshóp sem fékk það verkefni „að rýna lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli.“ Starfshópnum hafi verið ætlað að skila skýrslu þar sem fram komi valkostagreining um mögulegar leiðir til úrbóta og stefnumótunar. Valkostir skyldu bæði taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við veiðum til framtíðar. Skýrslunni væri ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Sérkennileg stjórnsýsla að mati samtakanna Þá segir að eftir því sem næst verði komist hafi starfshópurinn hafið vinnu sína en fátt bendi til þess að henni verði lokið fyrir lok þessa árs. „Það væri afar sérkennileg stjórnsýsla að, Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, gæfi út leyfi til veiða á langreyðum til næstu 5 eða 10 ára samkvæmt lögum sem hafa staðið óbreytt í 75 ár og virti þar með að vettugi vinnu starfshóps um hvernig megi færa lög um hvalveiðar í átt til nútímans. Slík ákvörðun myndi binda hendur íslenskra stjórnvalda jafn lengi og hugsanlegt leyfi gildir. Slík ákvörðun stenst ekki kröfur um nútíma stjórnsýsluhætti.“
Hvalveiðar Stjórnsýsla Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. 8. nóvember 2024 16:07 Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. 31. október 2024 09:10 Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. 30. október 2024 12:29 Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ 26. október 2024 19:38 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Sjá meira
Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. 8. nóvember 2024 16:07
Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. 31. október 2024 09:10
Skora á Höllu að stoppa Bjarna Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. 30. október 2024 12:29
Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ 26. október 2024 19:38