Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 10:18 Skoðanakannanir gegna lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þær virka sem spegill sem endurspeglar vilja og viðhorf kjósenda en eru einnig notaðar sem áhrifaríkt stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka sem vilja aðlaga stefnu sína að síbreytilegum aðstæðum og væntingum almennings. Á meðal annarra atriða veita kannanir stjórnmálaflokkum rauntímaupplýsingar um stöðu sína í samfélaginu og skapa tækifæri til að þróa stefnu sem mætir nýjum áherslum, annaðhvort til að höfða til breiðari hóps kjósenda eða endurheimta traust sem hefur ef til vill glatast, til dæmis vegna hneykslismála eða annarra áhrifa. Með þetta í huga mà líta á skoðanakannanir sem tvíeggja sverð, sem bæði geta hjálpað stjórnmálaflokkum að móta stefnu í takt við vilja almennings en geta einnig verið notaðar á þann hátt að upplýsa kjósendur á villandi hátt eða gefa ranga mynd af raunverulegu almenningsáliti. Þessi hætta var meðal annars áréttuð í áliti Persónuverndar frá 25. október sl. þar sem farið var yfir notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum í kosningabaráttu. Viðhorfs- og markhópagreining eru lykilatriði þegar skoðanakannanir eru nýttar til að kortleggja almenningsálit og stjórnmálaflokkar nýta þær oft til að greina kjarnamarkhópa fyrir samfélagsmiðla. Þegar niðurstöður kannana benda til þess að ákveðnir hópar hafi sterk viðhorf til tiltekinna málefna, geta stjórnmálaflokkar nýtt þá vitneskju til miðlunar efnis sem beint er að þessum hópum. Til að mynda nýttu stjórnmálaflokkar sér ítarleg gögn, þar á meðal persónusnið frá Facebook í Alþingiskosningunum 2021, til að beina auglýsingum að markhópum með tiltekin áhugamál og skoðanir. Þegar skoðanakannanir eru nýttar til að byggja upp persónusnið eða skilgreina markhópa skiptir gagnsæi og meðalhóf miklu máli og er lögð rík áhersla á að stjórnmálaflokkar gæti þess að vinnsla persónuupplýsinga í kringum kosningar sé gagnsæ, markviss og í samræmi við ákveðinn tilgang. Það sem gerist þegar aðeins hluti úrslita er birtur eða þegar niðurstöður kannana eru notaðar með ógagnsæum hætti, er að kjósendur fá skakka mynd af ástandinu, sem er einnig tilfellið, þegar flokkar nýta persónusnið til að beina auglýsingum að afmörkuðum hópum. Það er því mikilvægt að kjósendur fái að vita hvað liggur að baki markaðssetningu, hvort sem sú markaðssetning byggir á skoðanakönnunum eða öðrum gögnum. Þegar skoðanakannanir eru notaðar til að stýra stefnumótun og hafa áhrif á samfélagsmiðlum vakna upp siðferðisleg álitamál og spurningar um árekstra við lýðræðisleg gildi. Í þessu sambandi mà nefna óviðeigandi notkun kannana, eins og „push-polling,“ sem felur í sér leiðandi spurningar sem miða að því að móta skoðanir fólks fremur en að safna áreiðanlegum upplýsingum. Í slíkum könnunum eru spurningar gjarnan settar fram á neikvæðan eða villandi hátt til að hafa áhrif á viðhorf kjósenda, oft með því að varpa skugga á einstakling eða málefni. Þetta er siðferðislega vafasöm aðferð sem getur blekkt kjósendur og hindrað upplýsta umræðu. Með því að beina kjósendum í ákveðna átt og gefa misvísandi upplýsingar getur þessi aðferð verið skaðleg fyrir lýðræðið, þar sem ákvarðanir kjósenda byggja á ófullnægjandi eða jafnvel röngum upplýsingum. En hver eru þá áhrif skoðanakannana á lýðræðislega þátttöku? Spegiláhrif skoðanakannana felast í því að almenningur fær tækifæri til að sjá endurspeglun á eigin viðhorfum og vilja í samfélaginu og gera skoðanakannanir það þannig að verkum að kjósendur sjá hvernig mismunandi sjónarmið standa í samanburði við önnur og fá þannig vitneskju um eigið mikilvægi innan lýðræðislegs ferlis. Þannig geta skoðanakannanir því virkað sem hvatning til þátttöku í ferlinu, sérstaklega fyrir hópa sem sjá að þeirra sjónarmið njóta stuðnings. Á hinn bóginn eru skoðanakannanir einnig stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka, sem nýta niðurstöður til að laga stefnu sína að almenningsáliti og auka fylgi sitt. Þetta eykur lýðræðislega þátttöku að því marki sem stjórnmálaflokkar miða stefnumótun sína við rauntímaupplýsingar um kjósendur og markhópa. Þetta getur einnig leitt til markvissari stefnu sem endurspeglar breytilegar áherslur almennings og skapað tækifæri fyrir flokkana til að endurheimta traust eða byggja upp fylgi hjá hópum sem hafa tapað trú á þeim vegna fyrri atburða, eins og hneykslismála. Skoðanakannanir gegna því tvíþættu hlutverki í íslenskum stjórnmálum, bæði sem spegill og stjórntæki. Þær veita stjórnmálaflokkum mikilvægar upplýsingar um vilja kjósenda og gefa þeim tækifæri til að móta stefnu sem endurspeglar breyttar aðstæður og nýjar áherslur. Á sama tíma gefa þær almenningi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á pólitískar ákvarðanir. Til að tryggja upplýsta kosningaþátttöku er mikilvægt að stjórnmálaflokkar fylgi siðferðilegum viðmiðum um að notkun persónuupplýsinga sé í anda lýðræðis og að upplýsingarnar sem kjósendur fá séu ekki hagsmunamengaðar umfram það sem sanngjarnt má teljast. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir gegna lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þær virka sem spegill sem endurspeglar vilja og viðhorf kjósenda en eru einnig notaðar sem áhrifaríkt stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka sem vilja aðlaga stefnu sína að síbreytilegum aðstæðum og væntingum almennings. Á meðal annarra atriða veita kannanir stjórnmálaflokkum rauntímaupplýsingar um stöðu sína í samfélaginu og skapa tækifæri til að þróa stefnu sem mætir nýjum áherslum, annaðhvort til að höfða til breiðari hóps kjósenda eða endurheimta traust sem hefur ef til vill glatast, til dæmis vegna hneykslismála eða annarra áhrifa. Með þetta í huga mà líta á skoðanakannanir sem tvíeggja sverð, sem bæði geta hjálpað stjórnmálaflokkum að móta stefnu í takt við vilja almennings en geta einnig verið notaðar á þann hátt að upplýsa kjósendur á villandi hátt eða gefa ranga mynd af raunverulegu almenningsáliti. Þessi hætta var meðal annars áréttuð í áliti Persónuverndar frá 25. október sl. þar sem farið var yfir notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum í kosningabaráttu. Viðhorfs- og markhópagreining eru lykilatriði þegar skoðanakannanir eru nýttar til að kortleggja almenningsálit og stjórnmálaflokkar nýta þær oft til að greina kjarnamarkhópa fyrir samfélagsmiðla. Þegar niðurstöður kannana benda til þess að ákveðnir hópar hafi sterk viðhorf til tiltekinna málefna, geta stjórnmálaflokkar nýtt þá vitneskju til miðlunar efnis sem beint er að þessum hópum. Til að mynda nýttu stjórnmálaflokkar sér ítarleg gögn, þar á meðal persónusnið frá Facebook í Alþingiskosningunum 2021, til að beina auglýsingum að markhópum með tiltekin áhugamál og skoðanir. Þegar skoðanakannanir eru nýttar til að byggja upp persónusnið eða skilgreina markhópa skiptir gagnsæi og meðalhóf miklu máli og er lögð rík áhersla á að stjórnmálaflokkar gæti þess að vinnsla persónuupplýsinga í kringum kosningar sé gagnsæ, markviss og í samræmi við ákveðinn tilgang. Það sem gerist þegar aðeins hluti úrslita er birtur eða þegar niðurstöður kannana eru notaðar með ógagnsæum hætti, er að kjósendur fá skakka mynd af ástandinu, sem er einnig tilfellið, þegar flokkar nýta persónusnið til að beina auglýsingum að afmörkuðum hópum. Það er því mikilvægt að kjósendur fái að vita hvað liggur að baki markaðssetningu, hvort sem sú markaðssetning byggir á skoðanakönnunum eða öðrum gögnum. Þegar skoðanakannanir eru notaðar til að stýra stefnumótun og hafa áhrif á samfélagsmiðlum vakna upp siðferðisleg álitamál og spurningar um árekstra við lýðræðisleg gildi. Í þessu sambandi mà nefna óviðeigandi notkun kannana, eins og „push-polling,“ sem felur í sér leiðandi spurningar sem miða að því að móta skoðanir fólks fremur en að safna áreiðanlegum upplýsingum. Í slíkum könnunum eru spurningar gjarnan settar fram á neikvæðan eða villandi hátt til að hafa áhrif á viðhorf kjósenda, oft með því að varpa skugga á einstakling eða málefni. Þetta er siðferðislega vafasöm aðferð sem getur blekkt kjósendur og hindrað upplýsta umræðu. Með því að beina kjósendum í ákveðna átt og gefa misvísandi upplýsingar getur þessi aðferð verið skaðleg fyrir lýðræðið, þar sem ákvarðanir kjósenda byggja á ófullnægjandi eða jafnvel röngum upplýsingum. En hver eru þá áhrif skoðanakannana á lýðræðislega þátttöku? Spegiláhrif skoðanakannana felast í því að almenningur fær tækifæri til að sjá endurspeglun á eigin viðhorfum og vilja í samfélaginu og gera skoðanakannanir það þannig að verkum að kjósendur sjá hvernig mismunandi sjónarmið standa í samanburði við önnur og fá þannig vitneskju um eigið mikilvægi innan lýðræðislegs ferlis. Þannig geta skoðanakannanir því virkað sem hvatning til þátttöku í ferlinu, sérstaklega fyrir hópa sem sjá að þeirra sjónarmið njóta stuðnings. Á hinn bóginn eru skoðanakannanir einnig stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka, sem nýta niðurstöður til að laga stefnu sína að almenningsáliti og auka fylgi sitt. Þetta eykur lýðræðislega þátttöku að því marki sem stjórnmálaflokkar miða stefnumótun sína við rauntímaupplýsingar um kjósendur og markhópa. Þetta getur einnig leitt til markvissari stefnu sem endurspeglar breytilegar áherslur almennings og skapað tækifæri fyrir flokkana til að endurheimta traust eða byggja upp fylgi hjá hópum sem hafa tapað trú á þeim vegna fyrri atburða, eins og hneykslismála. Skoðanakannanir gegna því tvíþættu hlutverki í íslenskum stjórnmálum, bæði sem spegill og stjórntæki. Þær veita stjórnmálaflokkum mikilvægar upplýsingar um vilja kjósenda og gefa þeim tækifæri til að móta stefnu sem endurspeglar breyttar aðstæður og nýjar áherslur. Á sama tíma gefa þær almenningi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á pólitískar ákvarðanir. Til að tryggja upplýsta kosningaþátttöku er mikilvægt að stjórnmálaflokkar fylgi siðferðilegum viðmiðum um að notkun persónuupplýsinga sé í anda lýðræðis og að upplýsingarnar sem kjósendur fá séu ekki hagsmunamengaðar umfram það sem sanngjarnt má teljast. Höfundur er lögfræðingur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun