Tæpur þriðjungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. október 2024 19:41 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segist reiðubúin að leiða næstu ríkisstjórn. Vísir/Arnar Meirihluti þjóðarinnar, eða um 66 prósent, eru ánægð með stjórnarslitin samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þá vilja flestir, eða um þriðjungur, að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar, leiði næstu ríkisstjórn og verði forsætisráðherra. Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira