Óvænt og taktískt útspil Sigurðar Inga Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 19:16 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn. Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“ Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira