Innlent

Fjöru­tíu prósent kjós­enda Miðflokks vilja Trump

Árni Sæberg skrifar
Svo virðist sem fylgni sé á milli þess að vilja sjá Sigmund Davíð í ríkisstjórn og að sjá Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna.
Svo virðist sem fylgni sé á milli þess að vilja sjá Sigmund Davíð í ríkisstjórn og að sjá Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Vísir/Chip Somodevilla/getty

Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 1. til 5. nóvember. Í tilkynningu Prósents segir að 2.200 manna úrtak hafi verið spurt eftirfarandi spurningar og 48 prósent svarað:

Kosið verður til embættis forseta Bandaríkjanna þann 5. nóvember næstkomandi. Hvor frambjóðandinn vonar þú að sigri [svo] forsetakosningarnar í Bandaríkjunum?

89 prósent svarenda sem tóku afstöðu voni að Kamala Harris vinni kosningarnar og ellefu prósent að Donald Trump vinni kosningarnar.

Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðuPrósent

Konur vilja enn frekar að konan vinni

Marktækt hærra hlutfall kvenna en karla voni að Kamala Harris vinni, eða 93 prósent kvenna og 84 prósent karla.

Niðurstöður eftir kyni.Prósent

Miðflokksmenn vilja Trump frekar en Píratar alls ekki

Marktækur munur sé á afstöðu til spurningarinnar eftir fylgi flokka. Marktækt hærra hlutfall þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til þingkosningar í dag voni að Donald Trump myndi vinna en þau sem myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka.

Niðurstöður eftir fylgi flokka.Prósent

Þá vilji 99 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Pírata að Harris vinni og 98 prósent bæði þeirra sem segjast munu kjósa Viðreisn og Samfylkinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×