Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 09:12 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um bókun 35 hefur hlotið töluvert umtal að undanförnu. Vísir/Einar Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Bítið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Bítið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira