Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Biden vill bæta í bólu­setningar

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni.

Erlent
Fréttamynd

Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar

Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Furðar sig á á­kvörðun heil­brigðis­ráð­herra og spyr hvað hafi eigin­lega breyst

Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd greiddu Icelandair 350 milljónir króna vegna flug­ferða

Íslensk stjórnvöld greiddu Icelandair tæpar 350 milljónir króna á síðasta ári til að tryggja lágmarksflug til og frá landinu. Fyrsti samningur þess efnis tók gildi í lok mars á síðasta ári og fól í sér að ríkið myndi greiða upp tap flugfélagsins sem hlaust af því að halda flugi gangandi til og frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur

Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hvernig bregst ríkisstjórnin við nýjustu tillögu Þórólfs?

Ríkisstjórnin situr nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðgerðir á landamærum stóra mál fundarins og von á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrar og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fari yfir stöðuna og kynni jafnvel breytingar á fyrirkomulagi á landamærum að fundi loknum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm greindust innan­lands

Fimm greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum

Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lær­dómur ársins 2020 getur markað nýtt upp­haf

Árið 2020 kenndi okkur svo sannarlega að óvæntar breytingar eru hluti af veruleika okkar en jafnframt, svo litið sé á jákvæðu hliðina, að við höfum miklu meiri getu til að bregðast við áföllum en okkur órar fyrir þegar hlutirnir ganga sinn vanagang og allt virðist eðlilegt.

Skoðun
Fréttamynd

Kynnti 1.900 milljarða dala að­gerða­pakka

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í gærkvöldi aðgerðapakka sem ætlað er að örva bandarískan efnahag í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Alls er fyrirhugað að verja 1.900 milljörðum Bandaríkjadala til ýmissa verkefna og meðal annars fá allir landsmenn 1.400 dala eingreiðslu, um 180 þúsund krónur.

Erlent
Fréttamynd

Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar herða að­gerðir enn frekar

Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem virðist ekki á undanhaldi í landinu. Útgöngubann er nú í gildi frá klukkan sex á kvöldin til klukkan sex á morgnanna. Aðgerðirnar taka gildi á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús

Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun.

Innlent