Telur ótækt að yfirvöld etji þreyttum ferðalöngum út í hættulegar heimferðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 10:17 Frá vettvangi banaslyss í Skötufirði á laugardag. Kona á þrítugsaldri lést þegar bíll sem hún var í ásamt manni sínum og barni hafnaði úti í sjó. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki; kom frá Póllandi seint um nóttina og hélt heim til Flateyrar strax í kjölfarið. Vísir/Hafþór Læknir á Ísafirði telur ótækt að því sé haldið að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði. Jóhann Sigurjónsson býr í Svíþjóð og starfar þar sem læknir. Hann er Ísfirðingur og kemur reglulega heim til að vinna á sjúkrahúsinu á Ísafirði, hvar hann er staddur nú. Jóhann Sigurjónsson, læknir.Úr einkasafni Á ferð alla nóttina eftir langt ferðalag frá útlöndum Jóhann bendir á í færslu á Facebook í gærkvöldi að ríkjandi fyrirkomulag með tvöfaldri skimun við komu til landsins og sóttkví á milli sé vel heppnuð og skilvirk leið til að koma í veg fyrir smit frá útlöndum. Honum þyki hins vegar alvarlegir misbrestir í framkvæmdinni. Banaslys varð í Skötufirði á laugardag, þegar bíll fjölskyldu sem var nýkomin frá Póllandi og á leið heim á Flateyri hafnaði úti í sjó. „Nefnilega að yfirvöld etji þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt í vondu veðri og afleitri færð á vegum. Það er að sjálfsögðu of snemmt að fullyrða um orsakir slyssins í Skötufirði á laugardaginn, en nokkrar staðreyndir liggja fyrir: Fólk var á ferð snemma morguns við mjög slæm akstursskilyrði í krapa, hálku, myrkri, lágskýjuðu og hafði verið á ferð alla nóttina að undangengnu löngu ferðalagi frá útlöndum,“ skrifar Jóhann. Augljós áhætta en talað fyrir daufum eyrum Hann geri ráð fyrir, að fenginni eigin reynslu, að lagt hafi verið fyrir fólki að koma sér tafarlaust á þann sóttkvíarstað sem það hafði skráð á sérstakri síðu, heimkoma.covid.is, fyrir komu til landsins. Sjálfur segir Jóhann hafa þrisvar lagt leið sína til Ísafjarðar frá Svíþjóð vegna vinnu í haust og í öll skiptin valið að fara í tvöfalda skimun og sóttkví. „Frá því í haust hef ég haft áhyggjur af þeirri áherslu sem lögð er á að fólk, sem kemur til landsins, komi sér milli landshluta án tafar og án tillits til vegalengda, veðurs, færðar á vegum og ferðatíma áður en fólk lendir í Keflavík. Mér hefur fundist augljós áhættan við að etja fólki í slík ferðalög, en talað fyrir algerlega daufum eyrum fulltrúa yfirvalda í Keflavík,“ segir Jóhann. Farþegi fer í gegnum Keflavíkurflugvöll eftir komu frá Danmörku. Vísir/vilhelm „Einfalt og afdráttarlaust“ nei við einni nótt í mannlausri íbúð Hann hafi skráð heimilisfang foreldra sinna sem dvalarstað sinn í sóttkví í öll skiptin og alltaf verið brýnt fyrir honum að koma sér sem fyrst á sóttkvíarstað. Í þessu samhengi bendir Jóhann þó á að samkvæmt upplýsingabæklingi frá almannavörnum, sem farþegar fá við komu til landsins, megi gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví, ef brýna nauðsyn beri til. „Í fyrstu ferðinni í september spurði ég sérstaklega um hvort ég mætti gista eina nótt í mannlausu húsnæði sem ég hefði aðgang að í Reykjavík og halda áfram ferðinni morguninn eftir. Ég bar fyrir mig þreytu eftir langt ferðalag, veðurspá sem var betri daginn eftir og að ég kysi að keyra í dagsbirtu. Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni. Ég maldaði í móinn og bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir. Þetta vakti skiljanlega furðu mína og ég ákvað að spyrja hvar mörkin lægju; t.d. hvort ég mætti t.d. stoppa til að pissa eða fá mér frískt loft til að halda mér vakandi á fáförnum stað við þjóðveginn. Svarið var: Nei – Það má strangt til tekið ekki yfirgefa bifreiðina - Á fáförnum slóðum gæti maður tekið sénsinn en væri eftir sem áður brotlegur við sóttvarnarlög,“ segir Jóhann. „Ég kom síðast til landsins fyrir rúmri viku síðan, einn í fylgd 3 ára sonar míns sem ég bar á handleggnum og við báðir þreyttir í samtali við landamæravörð. -Skilaboðin voru þau sömu og áður: Hunskist á áfangastað, án tafar – Gildir einu hvort það er í Hafnarfirði eða á Ísafirði. Skemmst er frá því að segja að ég hef í öllum ferðum mínum hunsað þessi boð og sofið eina nótt fyrir sunnan og keyrt úthvíldur vestur í dagsbirtu morguninn eftir.“ Jóhann telur það „augljós mistök af hálfu yfirvalda“ að hvetja landsbyggðarfólk ekki beinlínis til að dvelja eina nótt nærri Keflavíkurflugvelli áður en lengra er haldið á ferðalaginu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/vilhelm Hvorki við sóttvarnareglur né starfsfólk að sakast Jóhann segir í samtali við Vísi að hann telji að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd. „Mínar helstu pælingar eru að vekja fólk og sérstaklega yfirvöld til umhugsunar um að þarna hefur ekki verið staðið rétt að verki við upplýsingagjöf. Og þegar yfirvöld hafa þarna óvenjugott tækifæri til að hafa áhrif á hvernig fólk hagar ferðum sínum,“ segir Jóhann „Ég stend fast á því að yfirvöld hafi gefið fólki röng skilaboð, með því að leggja ofuráherslu á að fólk komi sér á þennan eina og aðeins eina sóttkvíarstað, alveg sama hvar hann er á landinu. Þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt tæknilegt úrlausnarefni að fólk fái að finna sér áningarstað annað hvort í Reykjavík eða Keflavík.“ Jóhann áréttar þó að gagnrýni hans sé ekki áfellisdómur yfir sóttvarnareglum sem slíkum eða starfi landamæravarða á Keflavíkurflugvelli, sem séu bara að fylgja fyrirmælum. „En svo það komi fram vil ég ekki að þetta innlegg mitt verði notað að einhverju leyti til að véfengja eða vekja upp reiði gagnvart sóttvarnareglum sem slíkum og hvernig þær eru framkvæmdar. Ég vil heldur ekki, og finnst ekki uppbyggilegt, að það beinist reiði að landAmærastarfsfólki, sem er bara að vinna sína vinnu. Málið hefur bara ekki verið hugsað og núna fær fólk tækifæri til að hugsa upp á nýtt og breyta til. Og það er þá sem við megum dæma hvernig viðbrögðin verða.“ Spurt var út í banaslysið í Skötufirði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í gær. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var inntur eftir því hvort fólk þyrfti að fara beint heim til sín við komuna til landsins, óháð því hversu langt það þurfi að fara innanlands eftir að það lendir á flugvellinum, og hvort þetta fólk megi til dæmis leita í farsóttarhús. Rögnvaldur benti á að sum hótel gæfu sig út fyrir að hýsa fólk í sóttkví. Listi yfir þau væri aðgengilegur á netinu. Þá vísaði hann einnig til þess að í reglum stæði að verja mætti fyrstu nóttinni annars staðar en heima ef „brýna nauðsyn“ beri til. „Þannig að það er alveg hugsað fyrir þessu í leiðbeiningunum og reglunum, að fólk á að hafa svigrúm til að hvíla sig áður en það leggur í svona ferðalag þegar það er nýkomið til landsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Banaslys í Skötufirði Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Jóhann Sigurjónsson býr í Svíþjóð og starfar þar sem læknir. Hann er Ísfirðingur og kemur reglulega heim til að vinna á sjúkrahúsinu á Ísafirði, hvar hann er staddur nú. Jóhann Sigurjónsson, læknir.Úr einkasafni Á ferð alla nóttina eftir langt ferðalag frá útlöndum Jóhann bendir á í færslu á Facebook í gærkvöldi að ríkjandi fyrirkomulag með tvöfaldri skimun við komu til landsins og sóttkví á milli sé vel heppnuð og skilvirk leið til að koma í veg fyrir smit frá útlöndum. Honum þyki hins vegar alvarlegir misbrestir í framkvæmdinni. Banaslys varð í Skötufirði á laugardag, þegar bíll fjölskyldu sem var nýkomin frá Póllandi og á leið heim á Flateyri hafnaði úti í sjó. „Nefnilega að yfirvöld etji þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt í vondu veðri og afleitri færð á vegum. Það er að sjálfsögðu of snemmt að fullyrða um orsakir slyssins í Skötufirði á laugardaginn, en nokkrar staðreyndir liggja fyrir: Fólk var á ferð snemma morguns við mjög slæm akstursskilyrði í krapa, hálku, myrkri, lágskýjuðu og hafði verið á ferð alla nóttina að undangengnu löngu ferðalagi frá útlöndum,“ skrifar Jóhann. Augljós áhætta en talað fyrir daufum eyrum Hann geri ráð fyrir, að fenginni eigin reynslu, að lagt hafi verið fyrir fólki að koma sér tafarlaust á þann sóttkvíarstað sem það hafði skráð á sérstakri síðu, heimkoma.covid.is, fyrir komu til landsins. Sjálfur segir Jóhann hafa þrisvar lagt leið sína til Ísafjarðar frá Svíþjóð vegna vinnu í haust og í öll skiptin valið að fara í tvöfalda skimun og sóttkví. „Frá því í haust hef ég haft áhyggjur af þeirri áherslu sem lögð er á að fólk, sem kemur til landsins, komi sér milli landshluta án tafar og án tillits til vegalengda, veðurs, færðar á vegum og ferðatíma áður en fólk lendir í Keflavík. Mér hefur fundist augljós áhættan við að etja fólki í slík ferðalög, en talað fyrir algerlega daufum eyrum fulltrúa yfirvalda í Keflavík,“ segir Jóhann. Farþegi fer í gegnum Keflavíkurflugvöll eftir komu frá Danmörku. Vísir/vilhelm „Einfalt og afdráttarlaust“ nei við einni nótt í mannlausri íbúð Hann hafi skráð heimilisfang foreldra sinna sem dvalarstað sinn í sóttkví í öll skiptin og alltaf verið brýnt fyrir honum að koma sér sem fyrst á sóttkvíarstað. Í þessu samhengi bendir Jóhann þó á að samkvæmt upplýsingabæklingi frá almannavörnum, sem farþegar fá við komu til landsins, megi gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví, ef brýna nauðsyn beri til. „Í fyrstu ferðinni í september spurði ég sérstaklega um hvort ég mætti gista eina nótt í mannlausu húsnæði sem ég hefði aðgang að í Reykjavík og halda áfram ferðinni morguninn eftir. Ég bar fyrir mig þreytu eftir langt ferðalag, veðurspá sem var betri daginn eftir og að ég kysi að keyra í dagsbirtu. Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni. Ég maldaði í móinn og bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir. Þetta vakti skiljanlega furðu mína og ég ákvað að spyrja hvar mörkin lægju; t.d. hvort ég mætti t.d. stoppa til að pissa eða fá mér frískt loft til að halda mér vakandi á fáförnum stað við þjóðveginn. Svarið var: Nei – Það má strangt til tekið ekki yfirgefa bifreiðina - Á fáförnum slóðum gæti maður tekið sénsinn en væri eftir sem áður brotlegur við sóttvarnarlög,“ segir Jóhann. „Ég kom síðast til landsins fyrir rúmri viku síðan, einn í fylgd 3 ára sonar míns sem ég bar á handleggnum og við báðir þreyttir í samtali við landamæravörð. -Skilaboðin voru þau sömu og áður: Hunskist á áfangastað, án tafar – Gildir einu hvort það er í Hafnarfirði eða á Ísafirði. Skemmst er frá því að segja að ég hef í öllum ferðum mínum hunsað þessi boð og sofið eina nótt fyrir sunnan og keyrt úthvíldur vestur í dagsbirtu morguninn eftir.“ Jóhann telur það „augljós mistök af hálfu yfirvalda“ að hvetja landsbyggðarfólk ekki beinlínis til að dvelja eina nótt nærri Keflavíkurflugvelli áður en lengra er haldið á ferðalaginu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/vilhelm Hvorki við sóttvarnareglur né starfsfólk að sakast Jóhann segir í samtali við Vísi að hann telji að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd. „Mínar helstu pælingar eru að vekja fólk og sérstaklega yfirvöld til umhugsunar um að þarna hefur ekki verið staðið rétt að verki við upplýsingagjöf. Og þegar yfirvöld hafa þarna óvenjugott tækifæri til að hafa áhrif á hvernig fólk hagar ferðum sínum,“ segir Jóhann „Ég stend fast á því að yfirvöld hafi gefið fólki röng skilaboð, með því að leggja ofuráherslu á að fólk komi sér á þennan eina og aðeins eina sóttkvíarstað, alveg sama hvar hann er á landinu. Þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt tæknilegt úrlausnarefni að fólk fái að finna sér áningarstað annað hvort í Reykjavík eða Keflavík.“ Jóhann áréttar þó að gagnrýni hans sé ekki áfellisdómur yfir sóttvarnareglum sem slíkum eða starfi landamæravarða á Keflavíkurflugvelli, sem séu bara að fylgja fyrirmælum. „En svo það komi fram vil ég ekki að þetta innlegg mitt verði notað að einhverju leyti til að véfengja eða vekja upp reiði gagnvart sóttvarnareglum sem slíkum og hvernig þær eru framkvæmdar. Ég vil heldur ekki, og finnst ekki uppbyggilegt, að það beinist reiði að landAmærastarfsfólki, sem er bara að vinna sína vinnu. Málið hefur bara ekki verið hugsað og núna fær fólk tækifæri til að hugsa upp á nýtt og breyta til. Og það er þá sem við megum dæma hvernig viðbrögðin verða.“ Spurt var út í banaslysið í Skötufirði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í gær. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var inntur eftir því hvort fólk þyrfti að fara beint heim til sín við komuna til landsins, óháð því hversu langt það þurfi að fara innanlands eftir að það lendir á flugvellinum, og hvort þetta fólk megi til dæmis leita í farsóttarhús. Rögnvaldur benti á að sum hótel gæfu sig út fyrir að hýsa fólk í sóttkví. Listi yfir þau væri aðgengilegur á netinu. Þá vísaði hann einnig til þess að í reglum stæði að verja mætti fyrstu nóttinni annars staðar en heima ef „brýna nauðsyn“ beri til. „Þannig að það er alveg hugsað fyrir þessu í leiðbeiningunum og reglunum, að fólk á að hafa svigrúm til að hvíla sig áður en það leggur í svona ferðalag þegar það er nýkomið til landsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Banaslys í Skötufirði Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira