Innlent

Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin þegar fyrstu heilbrigðisstarfsmennirnir voru bólusettir gegn Covid-19 skömmu fyrir áramót. Þeir fá seinni bólusetningu sína í þessari viku.
Myndin er tekin þegar fyrstu heilbrigðisstarfsmennirnir voru bólusettir gegn Covid-19 skömmu fyrir áramót. Þeir fá seinni bólusetningu sína í þessari viku. Vísir/Vilhelm

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví og tveir utan sóttkvíar. Þá greindust sex á landamærunum. Tveir þeirra eru með virkt smit og hinir fjórir bíða mótefnamælingar.

Alls voru tekin 482 einkennasýni, 518 sýni landamæraskimun og 25 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimun.

Nýgengi innanlandssmita er nú 16,1 og nýgengi landamærasmita er 26,2. 143 eru í einangrun og 177 í sóttkví. 1.226 eru í skimunarsóttkví. Nítján manns eru á sjúkrahúsi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×