Innlent

Viðurkenndu að hafa brotið reglur um sóttkví

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Loka þurfti verslunarmiðstöðinni í nokkrar klukkustundir vegna gruns um brot á sóttkví.
Loka þurfti verslunarmiðstöðinni í nokkrar klukkustundir vegna gruns um brot á sóttkví. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Austurlandi segir að tveir einstaklingar, sem grunaðir voru um brot á sóttkví, hafi nú játað brot sín. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá því í síðustu viku.

Í síðustu viku fjallaði Austurfrétt um umrætt mál. Loka þurfti verslunarmiðstöðinni Molanum á Reyðarfirði í nokkrar klukkustundir vegna málsins. Starfsfólk Molans tók eftir einstaklingunum tveimur sem það taldi, réttilega, að ættu að vera í sóttkví.

Lögreglan á Austurlandi greinir nú frá því að málið teljist að fullu upplýst og að umræddir einstaklingar hafi játað brot sín. Málið hefur verið sent til ákærusviðs embættisins til frekari afgreiðslu og ákvörðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×