Dæmisagan Bretland Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 19. janúar 2021 08:01 Bretland hefur verið skrítinn staður að búa á síðustu tíu mánuði. Ég bý og starfa sem sálfræðingur í London en fylgist reglulega með fréttum heiman frá Íslandi, ekki síst síðan Covid-19 faraldurinn fór af stað. Ég hef glaðst með Íslendingum síðustu daga eftir nýlegar tilslakanir á samkomutakmörkunum og ég get ekki annað en borið saman í huganum hvernig mál hafa þróast í löndunum mínum tveimur. Í stuttu máli er staðan á Bretlandi slæm. Eins og flestir vita hefur Covid-19 leikið marga grátt á Bretlandi og þá einkum eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Ljóst er að mikill fjöldi smita getur haft í för með sér aukningu á sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum og Bretar virðast almennt meðvitaðir um mikilvægi þess að reyna að forðast smit í daglegu lífi. Hins vegar hefur ýmislegt fleira en Covid-19 haft alvarleg áhrif á líf, heilsu og samfélag Breta undanfarin misseri. Útgöngubönn og afleiðingar þeirra Bretland er dæmi um land sem hefur lengi státað af frelsi, lýðræði og gróskumiklu mannlífi, en hefur á undanförnu ári umbreyst í land endurtekinna útgöngubanna, harðra takmarkana og síbreytilegs regluverks. Fyrsta útgöngubannið (e. lockdown) á Bretlandi var sett á þann 23. mars 2020 og landsmönnum var þá sagt að halda sig heima við til að ná smitum niður og vernda heilbrigðiskerfið. Gefið var í skyn að útgöngubanninu myndi ljúka innan þriggja vikna og að þjóðin gæti um frjálst höfuð strokið að því loknu ef hún stæði saman og fylgdi reglum. Það var hins vegar ekki fyrr en í maí að fólk mátti löglega setjast niður í almenningsgörðum og njóta sólarinnar og fara út oftar en einu sinni á dag til þess að hreyfa sig. Síðan þá hafa skipst á endurteknar herðingar á takmörkunum og tímabundnar afléttingar á reglum sem haft hafa gríðarmikil áhrif á líf fólks, sem og andlega og líkamlega heilsu. Síendurteknar og langvarandi takmarkanir hafa sem dæmi haft í för með sér mikla aukningu á atvinnuleysi, félagslegri einangrun viðkvæmra hópa og þeirra sem búa einir, heimiliserjum og -ofbeldi, og tilkynningum um ofbeldi og misnotkun á börnum. Réttur barna til leiks og skólagöngu hefur verið skertur ítrekað með takmörkunum á skólastarfi og útivist og útileiksvæðum barna hefur á köflum verið lokað. Læknismeðferðum, aðgerðum og skimunum sem ekki tengjast Covid-19 hefur í mörgum tilfellum verið frestað og jafnvel aflýst, ef þær hafa ekki talist bráðnauðsynlegar, sem hefur í kjölfarið valdið seinkun á greiningum og meðferð ýmissa annarra sjúkdóma (t.d. krabbameins). Geðheilbrigðisþjónusta hefur jafnframt verið skorin niður, biðlistar eftir aðstoð hafa lengst og á sama tíma hefur eftirspurn aukist, í takt við aukningu félagslegra erfiðleika og kvíða. Fjölmiðlaumfjöllun og notkun ótta Síðan Covid-19 komst fyrst í heimsfréttirnar í upphafi síðasta árs virðast breskir fjölmiðlar hafa lagt sig alla fram um að fjalla um faraldurinn í miklum hamfarastíl. Þetta kom ekki á óvart, þar sem fréttir eru oftar en ekki settar fram á dramatískan hátt til að grípa athygli fólks fljótt og vel. Hins vegar hefur verið sérstakt að fylgjast með því hvernig bæði stjórnvöld og fjölmiðlar hér úti hafa að því er virðist ýtt undir ótta almennings á skipulagðan hátt til að fá fólk til að fylgja sóttvarnarreglum og taka faraldurinn alvarlega. Ég geri hér ráð fyrir því að þetta hafi allt saman verið gert í göfugum tilgangi, þ.e. til þess eins að takmarka fjölgun smita og að vernda heilbrigðiskerfið, sem hefur staðið höllum fæti undanfarin ár. Þess má geta að Bretar hafa verið í fararbroddi síðasta áratuginn í því að nýta teymi félagsvísindafólks og sálfræðinga (Behavioural Insights Team) til þess að fá almenning til að fara eftir hinum ýmsu tilmælum stjórnvalda. Siðferðisleg álitamál tengd því hafa furðu lítið verið rædd opinberlega innan sálfræðigeirans, en virðast athygli verð í þessu samhengi. Ein af áhrifaríkustu leiðunum sem notaðar hafa verið til að auka fylgispekt fólks við sóttvarnarreglur er að ýta undir sterk tilfinningaviðbrögð, svo sem ótta. Sem dæmi má nefna að í opinberri auglýsingu frá breskum stjórnvöldum síðasta vor stóð með hástöfum: “Ef þú ferð út geturðu smitað aðra og fólk mun deyja”). Annað dæmi eru tilmæli heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, til háskólanema síðastliðið haust um að gæta að sóttvörnum svo þau drepi ekki ömmur sínar. Þegar fjallað er um mikinn fjölda jákvæðra smita er ekki minnst á að PCR próf greina bæði virk og óvirk smit, og tölur um dauðsföll eru jafnan settar fram án alls samhengis, í æsifréttastíl. Eins gagnlegt og það getur verið að nýta ótta til þess að vekja athygli fólks, liggur beint við að ef ýtt er skipulega undir ótta og kvíða hjá milljónum manns, mánuðum saman, hlýtur það að hafa áhrif á andlega heilsu fólks. Ég hef sjálf í starfi mínu rætt við marga sem eru illa haldnir af kvíða yfir smitum þrátt fyrir að vera ekki í sérstökum áhættuhópi, fólk sem hefur ekki farið út fyrir hússins dyr svo mánuðum skiptir og fólk sem hefur fyllst dómhörku og reiði út í samborgara sína fyrir að hlýða ekki yfirvöldum, auk vonleysis yfir því að ekki sjái fyrir endann á núverandi ástandi. Fjölgun smita hefur ítrekað verið sett fram í fjölmiðlum og af yfirvöldum með ásakandi orðum, þ.e. að þau séu einhverjum að kenna, og þetta hefur eðlilega ýtt undir frekari sundrung og streitu í samfélaginu. Það er vel þekkt að langvarandi streita hefur slæm áhrif á ónæmiskerfi líkamans og eykur líkur á margvíslegum veikindum. Endurtekin útgöngubönn, harðar reglur og notkun á slagorðum og skilaboðum sem markvisst ýta undir samfélagslegan ótta og tortryggni gagnvart náunganum kosta því samfélagið meira en margan grunar. Gagnrýnin hugsun og heildarmyndin Gagnrýnin hugsun, málefnaleg umræða og athugun mála frá mörgum hliðum er sjaldan eins mikilvæg og þegar samfélög standa frammi fyrir alvarlegum vandamálum. Því miður er það svo að þegar við verðum hrædd erum við móttækilegri fyrir einföldum skilaboðum frá traustvekjandi aðilum og eigum erfiðara með að hugsa af yfirvegun um kosti og galla þess sem okkur er sagt. Samræming aðgerða á milli landa getur auðvitað verið af hinu góða, en það er ekki síður mikilvægt fyrir Íslendinga að hugsa sjálfstætt í þessum málum sem öðrum svo við endurtökum ekki að óþörfu mistök annarra þjóða. Því meira sem við getum lært af okkar eigin reynslu og reynslu annarra, því betri möguleika munum við hafa á því að takast á við núverandi ástand og næstu faraldra af yfirvegun, skynsemi og með örlítið betri sýn á heildarmyndina. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Bretland hefur verið skrítinn staður að búa á síðustu tíu mánuði. Ég bý og starfa sem sálfræðingur í London en fylgist reglulega með fréttum heiman frá Íslandi, ekki síst síðan Covid-19 faraldurinn fór af stað. Ég hef glaðst með Íslendingum síðustu daga eftir nýlegar tilslakanir á samkomutakmörkunum og ég get ekki annað en borið saman í huganum hvernig mál hafa þróast í löndunum mínum tveimur. Í stuttu máli er staðan á Bretlandi slæm. Eins og flestir vita hefur Covid-19 leikið marga grátt á Bretlandi og þá einkum eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Ljóst er að mikill fjöldi smita getur haft í för með sér aukningu á sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum og Bretar virðast almennt meðvitaðir um mikilvægi þess að reyna að forðast smit í daglegu lífi. Hins vegar hefur ýmislegt fleira en Covid-19 haft alvarleg áhrif á líf, heilsu og samfélag Breta undanfarin misseri. Útgöngubönn og afleiðingar þeirra Bretland er dæmi um land sem hefur lengi státað af frelsi, lýðræði og gróskumiklu mannlífi, en hefur á undanförnu ári umbreyst í land endurtekinna útgöngubanna, harðra takmarkana og síbreytilegs regluverks. Fyrsta útgöngubannið (e. lockdown) á Bretlandi var sett á þann 23. mars 2020 og landsmönnum var þá sagt að halda sig heima við til að ná smitum niður og vernda heilbrigðiskerfið. Gefið var í skyn að útgöngubanninu myndi ljúka innan þriggja vikna og að þjóðin gæti um frjálst höfuð strokið að því loknu ef hún stæði saman og fylgdi reglum. Það var hins vegar ekki fyrr en í maí að fólk mátti löglega setjast niður í almenningsgörðum og njóta sólarinnar og fara út oftar en einu sinni á dag til þess að hreyfa sig. Síðan þá hafa skipst á endurteknar herðingar á takmörkunum og tímabundnar afléttingar á reglum sem haft hafa gríðarmikil áhrif á líf fólks, sem og andlega og líkamlega heilsu. Síendurteknar og langvarandi takmarkanir hafa sem dæmi haft í för með sér mikla aukningu á atvinnuleysi, félagslegri einangrun viðkvæmra hópa og þeirra sem búa einir, heimiliserjum og -ofbeldi, og tilkynningum um ofbeldi og misnotkun á börnum. Réttur barna til leiks og skólagöngu hefur verið skertur ítrekað með takmörkunum á skólastarfi og útivist og útileiksvæðum barna hefur á köflum verið lokað. Læknismeðferðum, aðgerðum og skimunum sem ekki tengjast Covid-19 hefur í mörgum tilfellum verið frestað og jafnvel aflýst, ef þær hafa ekki talist bráðnauðsynlegar, sem hefur í kjölfarið valdið seinkun á greiningum og meðferð ýmissa annarra sjúkdóma (t.d. krabbameins). Geðheilbrigðisþjónusta hefur jafnframt verið skorin niður, biðlistar eftir aðstoð hafa lengst og á sama tíma hefur eftirspurn aukist, í takt við aukningu félagslegra erfiðleika og kvíða. Fjölmiðlaumfjöllun og notkun ótta Síðan Covid-19 komst fyrst í heimsfréttirnar í upphafi síðasta árs virðast breskir fjölmiðlar hafa lagt sig alla fram um að fjalla um faraldurinn í miklum hamfarastíl. Þetta kom ekki á óvart, þar sem fréttir eru oftar en ekki settar fram á dramatískan hátt til að grípa athygli fólks fljótt og vel. Hins vegar hefur verið sérstakt að fylgjast með því hvernig bæði stjórnvöld og fjölmiðlar hér úti hafa að því er virðist ýtt undir ótta almennings á skipulagðan hátt til að fá fólk til að fylgja sóttvarnarreglum og taka faraldurinn alvarlega. Ég geri hér ráð fyrir því að þetta hafi allt saman verið gert í göfugum tilgangi, þ.e. til þess eins að takmarka fjölgun smita og að vernda heilbrigðiskerfið, sem hefur staðið höllum fæti undanfarin ár. Þess má geta að Bretar hafa verið í fararbroddi síðasta áratuginn í því að nýta teymi félagsvísindafólks og sálfræðinga (Behavioural Insights Team) til þess að fá almenning til að fara eftir hinum ýmsu tilmælum stjórnvalda. Siðferðisleg álitamál tengd því hafa furðu lítið verið rædd opinberlega innan sálfræðigeirans, en virðast athygli verð í þessu samhengi. Ein af áhrifaríkustu leiðunum sem notaðar hafa verið til að auka fylgispekt fólks við sóttvarnarreglur er að ýta undir sterk tilfinningaviðbrögð, svo sem ótta. Sem dæmi má nefna að í opinberri auglýsingu frá breskum stjórnvöldum síðasta vor stóð með hástöfum: “Ef þú ferð út geturðu smitað aðra og fólk mun deyja”). Annað dæmi eru tilmæli heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, til háskólanema síðastliðið haust um að gæta að sóttvörnum svo þau drepi ekki ömmur sínar. Þegar fjallað er um mikinn fjölda jákvæðra smita er ekki minnst á að PCR próf greina bæði virk og óvirk smit, og tölur um dauðsföll eru jafnan settar fram án alls samhengis, í æsifréttastíl. Eins gagnlegt og það getur verið að nýta ótta til þess að vekja athygli fólks, liggur beint við að ef ýtt er skipulega undir ótta og kvíða hjá milljónum manns, mánuðum saman, hlýtur það að hafa áhrif á andlega heilsu fólks. Ég hef sjálf í starfi mínu rætt við marga sem eru illa haldnir af kvíða yfir smitum þrátt fyrir að vera ekki í sérstökum áhættuhópi, fólk sem hefur ekki farið út fyrir hússins dyr svo mánuðum skiptir og fólk sem hefur fyllst dómhörku og reiði út í samborgara sína fyrir að hlýða ekki yfirvöldum, auk vonleysis yfir því að ekki sjái fyrir endann á núverandi ástandi. Fjölgun smita hefur ítrekað verið sett fram í fjölmiðlum og af yfirvöldum með ásakandi orðum, þ.e. að þau séu einhverjum að kenna, og þetta hefur eðlilega ýtt undir frekari sundrung og streitu í samfélaginu. Það er vel þekkt að langvarandi streita hefur slæm áhrif á ónæmiskerfi líkamans og eykur líkur á margvíslegum veikindum. Endurtekin útgöngubönn, harðar reglur og notkun á slagorðum og skilaboðum sem markvisst ýta undir samfélagslegan ótta og tortryggni gagnvart náunganum kosta því samfélagið meira en margan grunar. Gagnrýnin hugsun og heildarmyndin Gagnrýnin hugsun, málefnaleg umræða og athugun mála frá mörgum hliðum er sjaldan eins mikilvæg og þegar samfélög standa frammi fyrir alvarlegum vandamálum. Því miður er það svo að þegar við verðum hrædd erum við móttækilegri fyrir einföldum skilaboðum frá traustvekjandi aðilum og eigum erfiðara með að hugsa af yfirvegun um kosti og galla þess sem okkur er sagt. Samræming aðgerða á milli landa getur auðvitað verið af hinu góða, en það er ekki síður mikilvægt fyrir Íslendinga að hugsa sjálfstætt í þessum málum sem öðrum svo við endurtökum ekki að óþörfu mistök annarra þjóða. Því meira sem við getum lært af okkar eigin reynslu og reynslu annarra, því betri möguleika munum við hafa á því að takast á við núverandi ástand og næstu faraldra af yfirvegun, skynsemi og með örlítið betri sýn á heildarmyndina. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun