Erlent

Fréttamynd

Óheppileg þýðingarvilla

Doris Moore, sem býr í Kanada var heldur brugðið þegar hún fékk nýja sófann sinn sendan heim. Sófinn var dökkbrúnn og fallegur, og í fyrstu var hún alsæl. Það fór þó af þegar hún sá litamiðann þar sem liturinn á sófanum var tiltekinn. Á honum stóð; "Nigger brown."

Erlent
Fréttamynd

Bráðasveit landamæravarða

Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í dag að stofna 450 manna bráðasveit landamæravarða. Sveitina verður hægt að senda til landa eins og Spánar, ef fyrirsjáanlegt að mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda sé að hellast yfir landið. Á síðasta ári komu 31.000 ólöglegir innflytjendur til Spánar.

Erlent
Fréttamynd

Bagdad skipt með múrveggjum

Verkfræðingasveit bandaríska hersins er að reisa varnarvegg um hverfi súnní múslima í Bagdad. Bygging hans er sögð lykilþáttur í nýrri áætlun til að rjúfa vítahring ofbeldis milli súnní og sjía múslima í borginni. Þetta er annar múrveggurinn sem byggður er um hverfi súnnía í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Hommar tapa máli í Moskvu

Rússneskur dómstóll vísaði í dag frá máli tveggja homma gegn borgarstjóranum í Moskvu. Málið var höfðað vegna þess að Yuri Luzhkov hafði lýst hinsegin dögum sem djöfullegu athæfi. Yfirvöld í Moskvu bönnuðu hinsegin daga á síðasta ári. Þegar engu að síður var farið í skrúðgöngu handtók lögreglan þáttakendur. Herskáir kristnir menn

Erlent
Fréttamynd

Skýrslu skilað um sölu á aðalstignum

Breska lögreglan hefur sent skýrslu sína um hugsanlega sölu á aðalstignum til ríkissaksóknarans. Málið hefur varpað skugga á ríkisstjórn Tonys Blair, síðustu mánuði hans í embætti. Saksóknari mun nú ákveða hvort gefin verður út ákæra og hvort forsætisráðherrann verður meðal hinna ákærðu.

Erlent
Fréttamynd

Átök blossa upp á ný

Bardagar hafa blossað upp á ný í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, en þrjátíu manns hafa látið þar lífið í ofbeldisverkum undanfarins sólarhrings. Sameinuðu þjóðirnar segja algert neyðarástand ríkja meðal borgarbúa.

Erlent
Fréttamynd

Handfarangur minnkaður

Evrópusambandið hefur frestað því til maí á næsta ári að setja reglur um stærð handfarangurs sem fólk má hafa með sér í flugvélar. Það er gert að beiðni flugfélaga, sem vilja fá rýmri tíma til þess að upplýsa farþega sína um nýju reglurnar.

Erlent
Fréttamynd

Gráðugi samverjinn

Þrjátíu og tveggja ára gamall maður fannst látinn í járnbrautarlest á leið til Hamborgar. Hann var einn í vagninum og tuttugu og sex ára gamall maður sem fann hann var ekkert að láta af því vita. Þess í stað stal hann veski hins látna. Og sneri svo aftur og aftur að líkinu til þess að plokka af því armbandsúrið og aðra verðmæta hluti.

Erlent
Fréttamynd

Enga blauta kossa

Ísraelsk kona beit óvart stykki úr tungu kærasta síns, í heitum ástarleik. Sem betur fer gleypti hún ekki bitann, og ók kærastanum á ofsahraða á næsta sjúkrahús, þar sem hann komst undir læknishendur. Heilbrigðisþjónusta er á háu stigi í Ísrael, og læknum tókst að sauma hinn brottnumda bita aftur á tunguna.

Erlent
Fréttamynd

Óvissuferðir

Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association.

Erlent
Fréttamynd

Skíthræddir

Það var alveg sama hvað yfirvöld í Austurríki reyndu, það tókst ekki að venja ökumenn af því að stoppa í vegkantinum og ganga örna sinna í næsta runna eða skurði. Sérstaklega voru það ökumenn frá Austur-Evrópu sem gerðu þetta, frekar en fara inn á næstu bensínstöð, þar sem salernisaðstaðan er þó ókeypis.

Erlent
Fréttamynd

Um 170 manns létust í Bagdad í dag.

Um 170 manns létust í sprengjuárásum í Bagdad í dag. Eru þetta mannskæðustu sprengingar sem orðið hafa síðan Bandaríkjamenn byrjuðu að herða öryggi í borginni fyrir tveimur mánuðum síðan. Í einni árásinni fórust um 120 manns og aðrir 100 særðust þegar bílsprengja sprakk á markaðnum Sadriyah. Í febrúar síðastliðin sprakk sprengja á þessum sama markaði og varð þá 130 manns að bana.

Erlent
Fréttamynd

Dow Jones vísitalan aldrei hærri

Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í methæðir við lokun markaða í Bandaríkjanna í dag. Vísitalan hækkaði um 31 punkt í viðskiptum dagsins eftir nokkrar sveiflur og endaði í 2.803,84 stigum. Góð afkoma fjármálafyrirtækja á hlut að hækkun vísitölunnar en slæleg afkoma tæknifyrirtækja kom í veg fyrir að vísitalan færi enn hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sæll, hún er hætt með þér

Flestir kannast við það að hafa grátið eða valdið táraflóði við sambandsslit elskenda. Sumir bara treysta sér ekki til þess að horfast í augu við elskuna sína og segja að allt sé búið. Þýskur maður hefur tekið að sér að gera það, gegn 4000 króna greiðslu.

Erlent
Fréttamynd

160 fórust í bílsprengjuárásum

Bílsprengjur urðu að minnsta kosti 160 manns að fjörtjóni í Bagdad, í dag. Hver sprengjan af annarri sprakk nokkrum klukkustundum eftir að Nuiri al-Maliki, forsætisráðherra, lýsti því yfir að íraskar öryggissveitir muni taka við gæslu í öllu landinu um næstu áramót.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi

Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dýrt að kúga konur

Misrétti gagnvart konum kostar Asíu- og Kyrrahafsþjóðir um 80 milljarða dollara á ári, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þetta fé tapast með því að takmarka aðgang kvenna að heilbrigðisþjónustu, skólum og atvinnutækifærum. Ef til dæmis indverskar konur kæmust út á vinnumarkaðinn í sama mæli og þær bandarísku, myndi það auka þjóðarframleiðsluna um meira en eitt prósent, eða 19 milljarða dollara.

Erlent
Fréttamynd

Kasparov settur í fjölmiðlabann

Fréttamenn við eina stærstu einkareknu útvarpsstöð Rússlands, sögðu í dag að þeim hafi verið skipað að hleypa ekki stjórnarandstæðingum í þætti sína og fréttir. Skipanirnar koma frá nýjum stjórnendum stöðvarinnar sem voru fengnir frá ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Nær allir ljósvakamiðlar Rússland hafa lent undir stjórn húsbændanna í Kreml, síðan Vladimir Putin varð forseti fyrir sjö árum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta tap Motorola í fjögur ár

Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Greinendur gera ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á yfirstandandi fjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

BNA bjóða Rússum að skoða eldflaugastæði

Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að leyfa Rússum að skoða eldflaugavarnastöð sem þeir ætla að setja upp í Póllandi, til þess að sannfæra Rússa um að hún ógni ekki hagsmunum þeirra. Bandaríkjamenn vilja setja upp tíu eldflaugar í Póllandi og ratsjárstöð í Tékklandi fyrir árið 2012.

Erlent
Fréttamynd

Forseti S-Kóreu harmar morðin

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst harmi yfir fjöldamorðunum sem brottfluttur landi hans framdi í Bandaríkjunum. Kóreskir embættismenn héldu í gær neyðarfundi um málið, þar sem þeir óttast hefndaraðgerðir gegn þeim mikla fjölda Kóreumanna sem búa í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Kennari varaði margsinnis við morðingjanum

Fyrrverandi kennari við Virginía Tech háskólann segir að hún hafi margsinnis varað skólayfirvöld við Cho Seung-Hui, sem myrti 32 nemendur og kennara við skólann. Hún vakti fyrst athygli á honum árið 2005, en segir að aðvaranir hennar hafi ekki verið teknar alvarlega. Bekkjarbróðir morðingjans segir að skrif hans hafi verið eins og "eitthvað upp úr martröð."

Erlent
Fréttamynd

Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Hollenskir bjórframleiðendur sektaðir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur dæmt hollensku bjórframleiðendurna Heineken, Grolsch og Bavaria til að greiða um 273,7 milljónir evra, jafnvirði rúmra 24 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna ólögmæts verðsamráðs fyrirtækjanna og aðrar samkeppnishamlandi aðgerðir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Yahoo

Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Yahoo nam 142 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 9,2 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta er 11 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Afkoman er undir væntingum greinenda. Fyrirtækið barist hart á netmarkaðnum við risann Google.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður IBM jókst um 8 prósent milli ára

Bandaríski tölvurisinn IBM skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 117,4 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er átta prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Mesti vöxturinn var í þjónustuhluta fyrirtækisins og yfirtökum á öðrum fyrirtækjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Knútur tekur tennur

Hvítabjarnarhúnninn Knútur skemmti gestum í dýragarðinum í Berlín í dag en í gær fékk hann að hvíla sig af því að hann var með tannverki. Að sögn dýrahirða í garðinum bar litli anginn sig þá aumlega þar sem hann er að taka tennur en nokkrar verkjatöflur hafa hins vegar slegið á óþægindin.

Erlent
Fréttamynd

Sego saxar á Sarko

Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarna daga og mælist nú með nánast jafn mikið fylgi og helsti keppinautur sinn, Nicolas Sarkozy. Fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Andúð á ríkum ungmennum sögð ástæðan

Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag.

Erlent