Erlent

Knútur tekur tennur

Hvítabjarnarhúnninn Knútur skemmti gestum í dýragarðinum í Berlín í dag en í gær fékk hann að hvíla sig af því að hann var með tannverki. Að sögn dýrahirða í garðinum bar litli anginn sig þá aumlega þar sem hann er að taka tennur en nokkrar verkjatöflur hafa hins vegar slegið á óþægindin. Algert Knúts-æði hefur gripið um sig í Þýskalandi enda virðist þessi fimm mánaða munaðarlausi æringi geta brætt jafnvel köldustu hjörtu. 15.000 gestir koma daglega í dýragarðinn til að berja húninn augum, tvöfalt fleiri en fyrir fæðingu Knúts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×