Erlent

Óvissuferðir

Óli Tynes skrifar
MYND/AP

Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association.

Í hverjum milljón flugferðum á Vesturlöndum verða að meðaltali 0,65 prósent alvarleg slys. Í Rússlandi er meðaltalið 8,6 prósent. Það er helmingi hærra en í Afríku. Ástæðurnar eru sagðar skortur á þjálfun áhafna, slæmt veður og léleg fjarskipti. Einnig nota mörg flugfélög gamlar og úr sér gengnar vélar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×