Erlent

Bráðasveit landamæravarða

Óli Tynes skrifar
Flóttafólkið kemur á yfirhlöðnum bátskriflum.
Flóttafólkið kemur á yfirhlöðnum bátskriflum.

Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í dag að stofna 450 manna bráðasveit landamæravarða. Sveitina verður hægt að senda til landa eins og Spánar, ef fyrirsjáanlegt að mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda sé að hellast yfir landið. Á síðasta ári komu 31.000 ólöglegir innflytjendur til Spánar.

Innflytjendurnir koma sjóleiðina frá Afríku. Þeir leggja á sig allt að 2000 sjómílna ferð á allskonar bátskriflum, sem oft liðast í sundur og sökkva. Talið er að 6000 flóttamenn hafi drukknað á síðasta ári. Aðildarríki Evrópusambandsins leggja nýju landamærasveitinni til fjölda af bátum, þyrlum og flugvélum, svo þeir geti sinnt verkefnum sínum.

Lögð er áhersla á að geta brugðist skjótt við, ekki síst ef þarf að bjarga fólki úr sjávarháska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×