Erlent

Neyddi börn sín til að berjast

Óli Tynes skrifar
Frá Bretlandi.
Frá Bretlandi.

Bresk móðir sem neyddi tveggja ára son sinn og þriggja ára dóttur til þess að slást, slapp með skilorðsbundið fangelsi. Móðirin kvikmyndaði slagsmálin, ásamt þrem vinkonum sínum úr sömu fjölskyldu. Á myndbandinu má heyra konurnar hlæja og bölva meðan þær reka börnin áfram.

Drengurinn er í stuttermabol og bleyju, og hann grætur þegar honum er att til þess að berja systur sína, eftir að hún sló hann. Konurnar kalla hann aumingja og hommatitt. Undir lokin eru bæði börnin grátandi og vilja greinilega alls ekki slást.

Þeim er hinsvegar ýtt saman aftur og aftur og skipað að berja og sparka hvort í annað. Lögreglumenn sem sáu myndbandið viknuðu þegar þeir sáu meðferðina á börnunum. Lögreglan segir að þau séu nú hjá ættingjum, og líði vel. Það var eiginmaður móðurinnar sem kærði málið, eftir að hann fann myndbandið, fyrir tilviljun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×