Erlent

Handfarangur minnkaður

Óli Tynes skrifar

Evrópusambandið hefur frestað því til maí á næsta ári að setja reglur um stærð handfarangurs sem fólk má hafa með sér í flugvélar. Það er gert að beiðni flugfélaga. Þau vilja fá rýmri tíma til þess að upplýsa farþega sína um nýju reglurnar.

Í dag virðast því lítil takmörk sett hvað fólk getur rogast með um borð. Rekandi í aðra farþega og fyllandi hvern krók og kima. Í raun eru þegar til reglur um þetta sem Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) hafa sett. Samkvæmt þeim má handfarangur ekki vera stærri en 56 sm x 45 sm x 25 sm.

Þessar reglur eru hinsvegar iðulega þverbrotnar. Þegar Evrópusambandið hefur staðfest þessar reglur verða flugfélög í betri stöðu til þess að framfylgja þeim. Af meiri festu en gert hefur verið hingaðtil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×