Erlent

Óheppileg þýðingarvilla

Óli Tynes skrifar

Doris Moore, sem býr í Kanada var heldur brugðið þegar hún fékk nýja sófann sinn sendan heim. Sófinn var dökkbrúnn og fallegur, og í fyrstu var hún alsæl. Það fór þó af þegar hún sá litamiðann þar sem liturinn á sófanum var tiltekinn. Á honum stóð; "Nigger brown."

Doris, sem sjálf er svört, kvartaði við húsgagnaverslunina sem hún keypti sófann af. Verslunin benti á innflytjandann, sem benti á verksmiðjuna, sem benti á tölvufyrirtæki sem útbjó merkimiðann.

Það tölvufyrirtæki er í Kína. Það notaði gamla orðabók til þess að fóðra þýðingartölvu sína á. Og þegar slegið var inn "dökkbrúnn" á kínversku letri, kom út þýðingin; "Nigger brown."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×