Erlent

Hommar tapa máli í Moskvu

Óli Tynes skrifar
Frá Moskvu.
Frá Moskvu.

Rússneskur dómstóll vísaði í dag frá máli tveggja homma gegn borgarstjóranum í Moskvu. Málið var höfðað vegna þess að Yuri Luzhkov hafði lýst hinsegin dögum sem djöfullegu athæfi. Yfirvöld í Moskvu bönnuðu hinsegin daga á síðasta ári. Þegar engu að síður var farið í skrúðgöngu handtók lögreglan þáttakendur. Herskáir kristnir menn gerðu hróp að þeim og nýnasistar réðust á þá.

Annar hommanna sem höfðaði málið sagði að hann hefði aldrei séð aðra eins málsmeðferð. Dómarinn hefði ekki einusinni lesið upp úrskurð sinn í réttarsal. Hún hefði komið fram í dyrnar á skrifstofu sinni og sagt að hún fyndi engan grunvöll til málshöfðunar. Því væri málinu vísað frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×