Viðskipti erlent

Hagnaður IBM jókst um 8 prósent milli ára

Merki IBM.
Merki IBM. Mynd/AFP

Bandaríski tölvurisinn IBM skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 117,4 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er átta prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Mesti vöxturinn var í þjónustuhluta fyrirtækisins og yfirtökum á öðrum fyrirtækjum.

Þá námu tekjur tölvurisans 22 milljörðum dala, jafnvirði 1.435 milljörðum íslenskra króna, sem er sjö prósenta aukning frá sama tíma fyrir ári. Afkoman var rétt yfir væntingum markaðsaðila.  

Samuel Palmissano, forstjóri IBM, segir afkomu góða á fjórðungnum og sýna vel sterka stöðu fyrirtækisins á alþjóðlegum vettvangi. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×