Erlent

Um 170 manns létust í Bagdad í dag.

Um 170 manns létust í sprengjuárásum í Bagdad í dag. Eru þetta mannskæðustu sprengingar sem orðið hafa síðan Bandaríkjamenn byrjuðu að herða öryggi í borginni fyrir tveimur mánuðum síðan. Í einni árásinni fórust um 120 manns og aðrir 100 særðust þegar bílsprengja sprakk á markaðnum Sadriyah. Í febrúar síðastliðin sprakk sprengja á þessum sama markaði og varð þá 130 manns að bana.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, segir þessar árásir ekki koma hersveitinni í Írak um koll, en þeir tóku við allri öryggisgæslu í Írak í dag. Hann sagðist jafnfram hafa trú á kerfinu til þess að finna þá sem stóðu að þessum árásum og sækja þá til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×