Íþróttir

Fréttamynd

Fimm leikja bann fyrir að hóta dómara lífláti

Aleksandar Rankovic, serbneskur leikmaður sem spilar með ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að hafa hótað dómaranum Kevin Blom lífláti í leik gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar þann 19. janúar síðastliðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Dunga hefur mikið álit á Ronaldinho

Dunga, þjálfari brasilíska landsliðsins í fótbolta, segir að Ronaldinho sé vissulega í áætlunum sínum með liðið þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað nema einn leik fyrir þjóð sína frá HM í Þýskalandi síðasta sumar. Fjölmiðlar og almenningur í Brasilíu höfðu haft áhyggjur af því að Dunga og Ronaldinho ættu ekki samleið en þjálfarinn hefur nú vísað því algjörlega á bug.

Fótbolti
Fréttamynd

Thorpe snýr ekki aftur í sundlaugina

Hinn ástralski Ian Thorpe segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé í þann mund að taka sundhettuna af hillunni og hefja keppni að nýju. Thorpe, einn sigursælasti sundmaður allra tíma, tilkynnti fyrir þremur mánuðum að hann væri hættur að keppa í sundi vegna þrátlátra meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Getum ekki verið án stuðningsmannanna verið

Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan í ítalska boltanum, er ekki sammála yfirvöldum þar í landi sem fyrr í vikunni ákváðu að ákveðnir leikvangar fengju ekki að taka á móti áhorfendum í leikjum helgarinnar. Gattuso segir að leikmenn og stuðningsmenn geti ekki þrifist án hvors annars.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo fer ekki fet

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo er ekki á förum frá Man. Utd. í bráð, að því er knattspyrnustjórinn Alex Ferguson segir. Ferguson ræddi við fjölmiðla í morgun í þeim tilgangi að binda enda á þær sögusagnir sem bendla Ronaldo við sölu til Barcelona eða Real Madrid í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alonso segir bílinn ekki tilbúinn

Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Fetar Zidane í fótspor Beckham?

Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar – og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga.

Fótbolti
Fréttamynd

Alex Ferguson: Gefið McLaren vinnufrið

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, hefur hefur beðið fjölmiðla í Englandi að gefa landsliðsþjálfaranum Steve McLaren frið til að sinna starfi sínu. McLaren, sem hefur verið harðlega gagnrýndur eftir tap Englendinga gegn Spánverjum á miðvikudag, er fyrrum aðstoðarmaður Ferguson hjá Man. Utd.

Enski boltinn
Fréttamynd

Capello: Beckham hefur verið frábær

Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að framkoma og metnaður David Beckham á æfingum Real Madrid síðustu vikur hafi sannfært sig um að enski miðjumaðurinn væri tilbúinn í slaginn með spænska liðinu. Capello segir Beckham hafa hagað sér eins og sannur fagmaður eftir að hafa verið tilkynnt um að hann myndi ekki spila meira í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvíst hvað Lampard gerir eftir tímabilið

Ummæli umboðsmanns Frank Lampard hjá Chelsea í morgun hafa ýtt undir þær sögusagnir að enski landsliðsmaðurinn kunni að vera á förum frá Englandsmeisturunum í sumar. Umboðsmaðurinn staðfestir að Lampard verði hjá Chelsea út leiktíðina en hvað taki við í sumar sé algjörlega óráðið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hannes lætur þjálfara sinn heyra það

Íslenski landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson lætur nýjan þjálfara sinn Tom Kolhert fá það óþvegið í viðtali við danska Expressen í morgun. Sem kunnugt er hefur Kolhert tilkynnt Hannesi að hann muni ekki spila undir sinni stjórn og sagt honum að leita sér að nýju liði. Hannes sakar Kolhert um algjör virðingarleysi.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára fer til Vals

Margrét Lára Viðarsdóttir mun samkvæmt heimildum fréttastofu skrifa undir tveggja ára samning við Val nú síðdegis. Margrét Lára hefur leikið með Valsstúlkum síðustu tvö sumur og þekkir því vel til aðstæðna á Hlíðarenda. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur Margrét Lára er fyrir Val, en hún var langbesti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham verður með Real á morgun

David Beckham hefur verið kallaður aftur inn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Gengi Real hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og hefur þjálfarinn Fabio Capello nú látið undan gríðarlegum þrýstingi um að gefa Beckham tækifæri á ný.

Fótbolti
Fréttamynd

Munu ekki skiptast á upplýsingum

Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingvarssyni ætla ekkert að ræða íslenskan körfubolta á meðan þeir eru að þjálfa lið í sömu deild. Á sunnudagskvöldið komu þeir sínum liðum óvænt í bikarúrslitaleikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Alfreð Gíslason: Vinnum með góðri vörn

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð: Þurfum að spila frábæran leik

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að íslenska liðinu dugi ekkert minna en frábær leikur ætli það að koma sér í undanúrslitin á HM í Þýskalandi. Leikmenn liðsins taka í sama streng.

Handbolti
Fréttamynd

Keflavík í bikarúrslit

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik bikarkeppnis Lýsingar og KKÍ þar sem mótherjar liðsins verða Haukastúlkur. Keflavík vann öruggan sigur á Hamar á heimavelli í kvöld, 104-80. Haukar tryggðu sæti í úrslitunum í gær með því að leggja Grindavík af velli.

Körfubolti
Fréttamynd

Ashton lengur frá en áætlað var

West Ham varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að það tekur sóknarmanninn Dean Ashton lengri tíma en áætlað var að jafna sig eftir fótbrot frá því í sumar. Sinar og vöðvafestingar í kringum ökklann sem brotnaði hafa ekki gróið rétt og þarf Ashton á sprautumeðferð að halda.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ferguson bannar Ronaldo að tjá sig um Real Madrid

Cristiano Ronaldo vill með engu móti tjá sig um áhuga Real Madrid á sjálfum sér, en spænska stórliðið hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á leikmanninum og er sagt reiðubúið að borga allt að 40 milljónir punda fyrir hann. Ástæðan fyrir þagnarbindindi Ronaldo er skipun frá Sir Alex Ferguson.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boldsen: Skipuleggjendur eru heiladauðir

Joachim Boldsen, leikmaður danska handboltalandsliðsins, vandar skipuleggjendum Heimsmeistaramótsins í Þýskalandi ekki kveðjurnar og segir "heiladauða" einstaklinga vera ábyrga fyrir klúðrinu sem hefur átt sér stað í miðsölunni fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Charlton hafnaði tilboði West Ham í Hermann

Sky Sports fréttastofan í Englandi sagði frá því í dag að Charlton hefði hafnað rúmlega 300 milljóna tilboði West Ham í íslenska varnarmanninn Hermann Hreiðarsson. Eggert Magnússon og Alan Curbishley þekkja vel til Hermanns og hæfileika hans - Curbishley frá stjóratíð sinni hjá Charlton og Eggert frá starfi sínu hjá KSÍ.

Enski boltinn
Fréttamynd

Magath: Við höfum saknað Hargreaves

Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segir að Owen Hargreaves hafi verið sárlega saknað á miðju þýska liðsins upp á síðkastið en fjórir mánuðir eru síðan enski landsliðsmaðurinn fótbrotnaði. Hann er hins vegar byrjaður að æfa á fullum krafti að nýju og gæti leikið sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn Bochum á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Sverre og Róbert með bestu nýtinguna

Sverre Jakobsson og Róbert Gunnarsson eru með langbestu skotnýtinguna af leikmönnum íslenska landsliðsins á HM. Róbert hefur skorað úr 13 af 14 skotum sínum í keppninni til þess og er með 93% skotnýtingu en Sverre hefur gert enn betur og er með 100%. Þess ber þó að geta að hann hefur aðeins skotið tvisvar á markið.

Handbolti
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslands er eitt það besta í heimi

Peter Henriksen, annar markmanna danska landsliðsins í handbolta, segir að liðinu bíði erfitt verkefni gegn Íslandi í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Hann telur byrjunarlið Íslands vera eitt það allra besta í heimi en lykillinn að sigri sé að stöðva Ólaf Stefánsson.

Handbolti
Fréttamynd

Boldsen undir smásjá spænskra stórliða

Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfari Frakka er ekki bjartsýnn

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handbolta, er ekki bjartsýnn fyrir viðureign sinna manna gegn Króötum í 8-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar á morgun. Onesta segir Króata með sigurstranglegasta liðið í Þýskalandi þar sem þeir séu eina taplausa liðið til þessa. Þjálfari Króata segir öll lið eiga jafna möguleika á sigri.

Handbolti
Fréttamynd

Mourinho hló að meiðslum Shevchenko

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hló sig máttlausan þegar úkraínski framherjinn Andrei Shevchenko var tæklaður harkalega niður af varnarmanni Nottingham Forest í leik liðanna í ensku bikarkeppninni í gær. Myndir náðust af Mourinho hlæjandi þegar Shevchenko lá sárkvalinn í grasinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Danir eru mun sigurstranglegri en Íslendingar

Erik Veje Rasmussen, þjálfari Aarhus í Danmörku og helsti HM-sérfræðingur blaðsins Berlinske Tidende í heimalandi sínu, telur að Danir séu mun sigurstranglegri en Íslendingar í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Rasmussen telur að Danir séu einnig með sterkara lið en Rússar og Pólverjar, en það verða væntanlegir mótherjar í undanúrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Eiður Smári orðaður við West Ham

Breska slúðurblaðið Daily Star sagði frá því í gær að Alan Curbishley hefði hug á því að fá Eið Smára Guðjohnsen til West Ham áður en lokast fyrir félagsskiptagluggann í þessari viku. Er Curbishley sagður ætla að nýta sér hinn íslensku sambönd félagsins til þess að lokka Eið Smára frá Barcelona.

Enski boltinn