Breska slúðurblaðið Daily Star sagði frá því í gær að Alan Curbishley hefði hug á því að fá Eið Smára Guðjohnsen til West Ham áður en lokast fyrir félagsskiptagluggann í þessari viku. Er Curbishley sagður ætla að nýta sér hinn íslensku sambönd félagsins til þess að lokka Eið Smára frá Barcelona.
Ekki er talið að það sé mikill fótur fyrir þessum fregnum en þó virðist sem að Eiður Smári sé orðinn þriðji í röðinni af framherjum Barcelona, á eftir Javier Saviola og Samuel Eto´o, sem er óðum að ná sér eftir meiðsli.